Þjónustuver

Skráðu þig inn til að fá aðstoð með bókanirnar þínar

Gagnlegir efnisflokkar

Afpantanir

 • Get ég afpantað bókunina?
  Já! Afpöntunargjöld ákvarðast af gististaðnum og þau eru tilgreind í afpöntunarskilmálunum. Þú greiðir gististaðnum öll aukagjöld.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Þarf ég að greiða gjald ef ég afpanta bókunina?
  Ef bókunin þín er með ókeypis afpöntun þarft þú ekki að greiða afpöntunargjald. Ef afpöntun á bókuninni er ekki lengur ókeypis eða bókunin er óendurgreiðanleg gæti verið að þú þurfir að greiða afpöntunargjald. Afpöntunargjöld ákvarðast af gististaðnum. Þú greiðir gististaðnum öll aukagjöld.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Get ég afpantað eða breytt dagsetningum á óendurgreiðanlegri bókun?
  Venjulega þarf að greiða gjald ef óendurgreiðanlegar bókanir eru afpantaðar. Hins vegar getur þú átt möguleika á því að óska eftir ókeypis afpöntun þegar þú hefur umsjón með bókun þinni. Þá er send beiðni á gististaðinn sem mögulega ákveður að fella niður afbókunargjaldið. Það er ekki hægt að breyta dögum þegar um ræðir óendurgreiðanlega bókun en það er þó hægt að endurbóka á þeim dögum sem óskað er eftir ef beiðnin um niðurfellingu gjaldsins er samþykkt.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvernig veit ég hvort bókunin hefur verið afpöntuð?
  Eftir að þú afpantar bókun hjá okkur færð þú tölvupóst sem staðfestir afpöntunina. Kíktu í innhólfið þitt ásamt ruslhólfum. Ef þú færð ekki tölvupóstinn innan sólarhrings skaltu hafa samband við gististaðinn til að staðfesta að afpöntunin hafi skilað sér.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvar finn ég afpöntunarskilmála gististaðarins?
  Þú finnur þá í bókunarstaðfestingunni.
  Var þetta svar gagnlegt?

Greiðsla

 • Get ég greitt með tryggingu eða fyrirframgreiðslu?
  Sumir gististaðirnir hjá okkur krefjast fyrirframgreiðslu, eða tryggingar, áður en að dvölinni kemur. Þessi fyrirframgreiðsla getur verið allt að heildarkostnaði bókunarinnar eða aðeins hluti hennar. Eftirstöðvarnar eru síðan greiddar þegar þú dvelur á gististaðnum.
  • Sumir gististaðir krefjast hinsvegar engrar tryggingar. Þá greiðir þú fyrir bókunina að fullu þegar þú dvelur á gististaðnum. Það er best að athuga greiðsluskilmálana í staðfestingunni þinni ef þú vilt frekari upplýsingar.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hver tekur greiðslu af kreditkortinu mínu og hvenær?
  Yfirleitt ber gististaðurinn ábyrgð á því að gjaldfæra kortið þitt. Ef greiðslan fer hins vegar í gegnum Booking.com, kemur það skýrt fram í bókunarstaðfestingunni.
  • Yfirleitt máttu búast við því að greiða við innritun eða útritun á gististaðnum. Þó eru nokkrar undantekningar frá þeirri reglu, til að mynda á þeim gististöðum sem fara fram á fyrirframgreiðslu fyrir hluta upphæðarinnar eða hana alla. Þetta mun einnig koma skýrt fram í bókunarstaðfestingunni og í greiðsluskilmálum.
  • Ef engar skilmálar eiga við fyrirframgreiðslu gæti gististaðurinn einnig sótt um heimildabeiðni af kortinu þínu áður en dvölin hefst. Beiðnin er tímabundin og aðeins notuð til þess að sannreyna kortið og tryggja bókunina. Öfugt við raunverulega greiðslu verður heimildabeiðninni aflétt af kortinu þínu að lokum.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Við hvaða greiðslumátum er tekið?
  Kreditkort eru greiðslumátinn sem flestir gististaðir sem skráðir eru á Booking.com taka við. Þeir notast flestir við kreditkort til að sannvotta bókanir.
  • Í sumum tilfellum er einnig tekið við öðrum greiðslumátum svo sem PayPal o.fl. Í undantekningartilfellum gæti verið hægt að greiða með debetkorti.
  • Greiðslumátarnir sem gististaðurinn þinn tekur við koma fram á bókarstaðfestingunni þinni. Einnig er hægt að hringja í gististaðinn og athuga hvaða greiðslumátum hann tekur við.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Greiðsla var tekin af mér. Er eitthvað sem ég þarf að gera?
  Í flestum tilfellum þarft þú ekki að gera neitt. Eins og útskýrt er í greiðsluskilmálum bókunarinnar þinnar er þetta að öllum líkindum bara fyrirframgreiðsla fyrir heildarkostnaði bókunarinnar eða hluta hans.
  • Ef engir fyrirframgreiðsluskilmálar eru gefnir upp gæti gististaðurinn hafa tekið prufugreiðslu af kortinu þínu. Þetta er tímabundin heimild sem notuð er til að tryggja bókunina þína. Þú færð hana endurgreidda.
  • Ef þú telur samt sem áður að greiðslan hafi ekki átt rétt á sér getur þú haft samband við okkur til að fá aðstoð. Við getum aðeins haft samband við gististaðinn fyrir þína hönd eftir að þú hefur lagt fram sönnun fyrir gjaldfærslunni.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Get ég greitt fyrir dvölina með öðru kreditkorti en því sem ég notaði til að bóka?
  Mjög líklega er það hægt, já. Gististaðir taka vanalega við greiðslum með öðru kreditkorti eða reiðufé. Hafðu samband við gististaðinn til að fá staðfestingu á því að greiðsla með öðru kreditkorti sé í boði.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvar get ég séð greiðsluskilmála bókunarinnar minnar?
  Greiðsluskilmálana er að finna í bókunarstaðfestingunni þinni, undir verðupplýsingunum. Þar finnur þú einnig sundurliðun á verðinu og upplýsingar um greiðslumáta sem tekið er við.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Af hverju þarf ég að gefa upp kortaupplýsingarnar mínar?
  Gististaðir biðja yfirleitt um þær bókuninni þinni til staðfestingar og oft er þá kortið notað til þess að greiða þegar þú bókar. Ef þú þarft ekki að greiða fyrirfram tekur gististaðurinn stundum heimildarbeiðni af kortinu þínu til að tryggja að næg heimild sé á því. Þú færð þessa prufugreiðslu endurgreidda.
  Var þetta svar gagnlegt?

Lýsing

Tilvísunarumbun

 • Hvenær fæ ég peningaumbunina?
  Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:
  • Þegar vinur þinn hefur lokið ferðinni staðfestum við umbunina þína og þú færð tölvupóst varðandi það hvernig þú sækir hana. Það getur tekið 30-60 virka daga að fá útgreiðslu umbunarinnar. Þú getur alltaf skráð þig inn á svæðið þitt til að athuga stöðuna á umbuninni.
  • Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:
  • Þegar vinur þinn hefur lokið ferð sinni hefjum við sannreyningarferlið. Þú færð nánari upplýsingar um næstu skref í tölvupósti. Það geta liðið 30 til 60 dagar þar til þú færð umbunina greidda. Þú getur alltaf innskráð þig á þitt svæði og skoðað stöðu umbunarinnar á síðunni „Umbunin mín“.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvenær fær vinur minn umbunina?
  Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:
  • Þegar vinur þinn hefur lokið ferðinni staðfestum við umbunina þína og þú færð tölvupóst varðandi það hvernig þú sækir hana. Það getur tekið 30-60 virka daga að fá útgreiðslu umbunarinnar.
  • Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:
  • Þegar vinur þinn hefur lokið ferð sinni hefjum við sannreyningarferlið. Hann fær nánari upplýsingar um næstu skref í tölvupósti. Það geta liðið 30 til 60 dagar þar til vinurinn fær umbunina greidda. Hann getur alltaf innskráð sig á sitt svæði og skoðað stöðu umbunarinnar á síðunni „Umbunin mín“.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvað ef ég er ekki með kreditkort til að fá umbunina á?
  Það er ekkert mál. Þú getur notað debetkort frá Visa eða MasterCard í staðinn og fengið umbun á sama hátt.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvernig geri ég tilkall til umbunarinnar?
  Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:
  • Þú þarft einfaldlega að hafa svæði á Booking.com og setja inn og skrá kreditkortaupplýsingarnar þínar til að fá umbun. Þegar vinur þinn hefur lokið við dvölina leggjum við peningaumbunina inn á kortið þitt. Ertu ekki með svæði? Búðu það til hér.
  • Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:
  • Það eina sem þú þarft er að hafa þitt svæði á Booking.com. Netfangið tengt við þitt svæði þarf að vera það sama og þú notaðir þegar þú bókaðir. Þegar vinur þinn hefur lokið dvölinni greiðum við upphæð umbunarinnar í veskið þitt. Ertu ekki enn með svæði? Þú getur skráð þig hér.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvers vegna hef ég ekki fengið umbunina mína?
  Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:
  • Það er yfirleitt vegna þess að kreditkort hefur ekki verið skráð til að taka á móti umbun eða kreditkortaupplýsingar hafa verið fjarlægðar áður en umbunin var greidd. Vinsamlega athugaðu að vista debet- eða kreditkort frá Visa eða MasterCard á svæðinu þínu og skrá það til að taka á móti umbun.
  • Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:
  • Þetta gerist vanalega vegna þess að við þurfum að sannreyna að öll skilyrði séu uppfyllt áður en við greiðum umbunina. Sannreyningarferlið getur tekið 30 til 60 virka daga. Eftir þann tíma greiðum við umbunina í veskið.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvernig gerir vinur minn tilkall til umbunarinnar?
  Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:
  • Vinur þinn þarf að vera með svæði á Booking.com. Hann verður að setja inn og skrá kreditkortaupplýsingar til að fá umbunina. Þegar hann lýkur við dvölina leggjum við umbunina inn á kortið hans. Ef vinur þinn er ekki með svæði á Booking.com getur hann skráð sig með sama netfangi og hann notaði til að bóka dvölina.
  • Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:
  • Vinur þinn þarf að hafa sitt svæði á Booking.com. Netfangið tengt við hans svæði þarf að vera það sama og hann notaði þegar hann bókaði. Þegar vinur þinn hefur lokið dvölinni greiðum við upphæð umbunarinnar í veskið hans.
  Var þetta svar gagnlegt?

Sækir...