Þjónustuver

Skráðu þig inn til að fá aðstoð með bókanirnar þínar

Gagnlegir efnisflokkar

Fleiri efnisflokkar

Afpantanir

 • Get ég afpantað bókunina?
  Já! Afpöntunargjöld ákvarðast af gististaðnum og þau eru tilgreind í afpöntunarskilmálunum. Þú greiðir gististaðnum öll aukagjöld.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Þarf ég að greiða gjald ef ég afpanta bókunina?
  Ef bókunin þín er með ókeypis afpöntun þarft þú ekki að greiða afpöntunargjald. Ef afpöntun á bókuninni er ekki lengur ókeypis eða bókunin er óendurgreiðanleg gæti verið að þú þurfir að greiða afpöntunargjald. Afpöntunargjöld ákvarðast af gististaðnum. Þú greiðir gististaðnum öll aukagjöld.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Get ég afpantað eða breytt dagsetningum á óendurgreiðanlegri bókun?
  Venjulega þarf að greiða gjald ef óendurgreiðanlegar bókanir eru afpantaðar. Hins vegar getur þú átt möguleika á því að óska eftir ókeypis afpöntun þegar þú hefur umsjón með bókun þinni. Þá er send beiðni á gististaðinn sem mögulega ákveður að fella niður afbókunargjaldið. Það er ekki hægt að breyta dögum þegar um ræðir óendurgreiðanlega bókun en það er þó hægt að endurbóka á þeim dögum sem óskað er eftir ef beiðnin um niðurfellingu gjaldsins er samþykkt.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvernig veit ég hvort bókunin hefur verið afpöntuð?
  Eftir að þú afpantar bókun hjá okkur færð þú tölvupóst sem staðfestir afpöntunina. Kíktu í innhólfið þitt ásamt ruslhólfum. Ef þú færð ekki tölvupóstinn innan sólarhrings skaltu hafa samband við gististaðinn til að staðfesta að afpöntunin hafi skilað sér.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvar finn ég afpöntunarskilmála gististaðarins?
  Þú finnur þá í bókunarstaðfestingunni.
  Var þetta svar gagnlegt?

Greiðsla

 • Get ég greitt með tryggingu eða fyrirframgreiðslu?
  Sumir gististaðirnir hjá okkur krefjast fyrirframgreiðslu, eða tryggingar, áður en að dvölinni kemur. Þessi fyrirframgreiðsla getur verið allt að heildarkostnaði bókunarinnar eða aðeins hluti hennar. Eftirstöðvarnar eru síðan greiddar þegar þú dvelur á gististaðnum.
  • Sumir gististaðir krefjast hinsvegar engrar tryggingar. Þá greiðir þú fyrir bókunina að fullu þegar þú dvelur á gististaðnum. Það er best að athuga greiðsluskilmálana í staðfestingunni þinni ef þú vilt frekari upplýsingar.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hver tekur greiðslu af kreditkortinu mínu og hvenær?
  Yfirleitt ber gististaðurinn ábyrgð á því að gjaldfæra kortið þitt. Ef greiðslan fer hins vegar í gegnum Booking.com, kemur það skýrt fram í bókunarstaðfestingunni.
  • Yfirleitt máttu búast við því að greiða við innritun eða útritun á gististaðnum. Þó eru nokkrar undantekningar frá þeirri reglu, til að mynda á þeim gististöðum sem fara fram á fyrirframgreiðslu fyrir hluta upphæðarinnar eða hana alla. Þetta mun einnig koma skýrt fram í bókunarstaðfestingunni og í greiðsluskilmálum.
  • Ef engar skilmálar eiga við fyrirframgreiðslu gæti gististaðurinn einnig sótt um heimildabeiðni af kortinu þínu áður en dvölin hefst. Beiðnin er tímabundin og aðeins notuð til þess að sannreyna kortið og tryggja bókunina. Öfugt við raunverulega greiðslu verður heimildabeiðninni aflétt af kortinu þínu að lokum.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Við hvaða greiðslumátum er tekið?
  Kreditkort eru greiðslumátinn sem flestir gististaðir sem skráðir eru á Booking.com taka við. Þeir notast flestir við kreditkort til að sannvotta bókanir.
  • Í sumum tilfellum er einnig tekið við öðrum greiðslumátum svo sem PayPal o.fl. Í undantekningartilfellum gæti verið hægt að greiða með debetkorti.
  • Greiðslumátarnir sem gististaðurinn þinn tekur við koma fram á bókarstaðfestingunni þinni. Einnig er hægt að hringja í gististaðinn og athuga hvaða greiðslumátum hann tekur við.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Greiðsla var tekin af mér. Er eitthvað sem ég þarf að gera?
  Í flestum tilfellum þarft þú ekki að gera neitt. Eins og útskýrt er í greiðsluskilmálum bókunarinnar þinnar er þetta að öllum líkindum bara fyrirframgreiðsla fyrir heildarkostnaði bókunarinnar eða hluta hans.
  • Ef engir fyrirframgreiðsluskilmálar eru gefnir upp gæti gististaðurinn hafa tekið prufugreiðslu af kortinu þínu. Þetta er tímabundin heimild sem notuð er til að tryggja bókunina þína. Þú færð hana endurgreidda.
  • Ef þú telur samt sem áður að greiðslan hafi ekki átt rétt á sér getur þú haft samband við okkur til að fá aðstoð. Við getum aðeins haft samband við gististaðinn fyrir þína hönd eftir að þú hefur lagt fram sönnun fyrir gjaldfærslunni.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Get ég greitt fyrir dvölina með öðru kreditkorti en því sem ég notaði til að bóka?
  Mjög líklega er það hægt, já. Gististaðir taka vanalega við greiðslum með öðru kreditkorti eða reiðufé. Hafðu samband við gististaðinn til að fá staðfestingu á því að greiðsla með öðru kreditkorti sé í boði.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvar get ég séð greiðsluskilmála bókunarinnar minnar?
  Greiðsluskilmálana er að finna í bókunarstaðfestingunni þinni, undir verðupplýsingunum. Þar finnur þú einnig sundurliðun á verðinu og upplýsingar um greiðslumáta sem tekið er við.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Af hverju þarf ég að gefa upp kortaupplýsingarnar mínar?
  Gististaðir biðja yfirleitt um þær bókuninni þinni til staðfestingar og oft er þá kortið notað til þess að greiða þegar þú bókar. Ef þú þarft ekki að greiða fyrirfram tekur gististaðurinn stundum heimildarbeiðni af kortinu þínu til að tryggja að næg heimild sé á því. Þú færð þessa prufugreiðslu endurgreidda.
  Var þetta svar gagnlegt?

Lýsing

Samskipti

 • Af hverju endar netfang gististaðarins á @property.booking.com?
  Fyrir hverja bókun veitir, Booking.com sérstakt falið netfang fyrir þig og gististaðinn. Öll skilaboð sem send eru á þetta netfang verða áframsend á gististaðinn, þar með talið hlekkir, myndir og viðhengi (að 15 MB).
  • Til öryggis er Booking.com með sjálfvirkt kerfi sem kannar hvort skaðlegt innihald sé að finna í samskiptum. Það telur með ruslpósta og takmörkun ákveðinna tegunda skjala, eins og .zip, .rar og .exe.
  • Vinsamleg athugaðu að tölvupóstssamskiptin frá gististaðnum eru send í gegnum Booking.com fyrir hönd þeirra. Booking.com getur ekki verið haldið til ábyrgðar fyrir innihaldi samskiptanna ef þau eru óviðeigandi, grunsamleg eða ef þau innihalda ruslpóst. Við biðjum þig því um að tilkynna þessar upplýsingar með því að smella á hlekkinn sem er staðsettur neðst í hægra horni póstsins.
  • Þessi samskipti verða vistuð af Booking.com. Booking.com getur nálgast samskipti gegn beiðni frá annað hvort þér eða gististaðnum, og ef nauðsyn krefur, af öryggis- eða lagalegum ástæðum, eins og til að ljóstra upp um og koma í veg fyrir sviksamlega starfsemi.
  • Booking.com gæti skoðað og greint samskipti til að bæta þjónustuna. Ef þú vilt ekki að Booking.com fylgist með eða visti samskipti þín á Booking.com, skaltu ekki nota samskiptaeiginleikann sem Booking.com býður upp á, þar með talin samskipti í gegnum falin netföng.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvað er Booking-aðstoð?
  Við hönnuðum Booking-aðstoðina með það að leiðarljósi að aðstoða þig við að gera breytingar á framtíðarbókunum þínum. Hún er sýndaraðstoð, aðgengileg allan sólarhringinn, sem gerir þér kleift að senda og taka á móti skilaboðum frá Booking.com.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvernig getur hún hjálpað mér?
  Þú getur beðið Booking-aðstoðina um að senda beiðni um bílastæði, aukarúm, öðruvísi rúm, breytingar á innritunar- og útritunartíma ásamt fleiru. Booking-aðstoðin getur hjálpað til við að svara spurningum sem þú hefur um dvöl þína.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvar finn ég Booking-aðstoðina?
  Þegar þú átt framtíðarbókun með okkur getur þú fundið Booking-aðstoðina í símanum þínum, í Booking.com-appinu, á vefsíðu Booking.com fyrir tölvur og fyrir snjalltæki eða á Facebook Messenger þegar þú samþykkir að fá bókunarstaðfestinguna þína senda þangað.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Kostar hún eitthvað?
  Booking-aðstoðin er ókeypis en krefst nettengingar. Ef þú ert að nota hana utan þess lands sem þú notar yfirleitt gagnaþjónustu í, gæti notkun á Booking-aðstoðinni leitt af sér kostnað vegna reikiþjónustu.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvaðan koma svörin?
  Svörin sem þú færð í gegnum Booking-aðstoðina eru annað hvort send frá þjónustuveri Booking.com eða fyrir hönd gististaðarins sem þú gerðir viðkomandi bókun hjá.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Get ég notað Booking-aðstoðina á mínu tungumáli?
  Booking-aðstoðin talar aðeins ensku í augnablikinu en við erum að vinna í því að kenna henni fleiri tungumál. Hún er fljót að læra, fylgstu því vel með!
  Var þetta svar gagnlegt?

Tegundir herbergja

 • Við erum með börn; getum við fengið aukarúm/barnarúm í herbergið?
  Upplýsingar varðandi börn og aukarúm/barnarúm er að finna undir “Hótelreglur”, vinsamlegast athugaðu eftirfarandi:
  • Aukakostnaður fyrir börn, ef einhver, er ekki innifalinn í verði pöntunar.
  • Vinsamlegast leggðu fram ósk um aukarúm/barnarúm í þar til gerðan athugasemdarreit sem merktur er 'Sérstakar óskir' meðan á bókunarferlinu stendur.
  • Ef þú hefur nú þegar bókað herbergi, smelltu þá á hlekkinn sem má finna í staðfestingartölvupóstinum eða á Mitt Booking.com til að biðja um aukarúm.
  • Við ráðleggjum þér að hringja á hótelið áður en þangað er komið til þess að tryggja að óskir þínar verði uppfylltar. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við hótelið má finna í staðfestingartölvupóstinum.
  • Þú getur alltaf haft https://secure.booking.com/content/cs.htmlsamband til að fá upplýsingar, áður en þú bókar.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hver er munurinn á hjónaherbergi og tveggja manna herbergi?
  Hjónaherbergi er með einu hjónarúmi og tveggja manna herbergi er með tveimur einstaklingsrúmum. Ef herbergi heitir Hjóna/tveggja manna herbergi, er hægt að útfæra það fyrir bæði hjón og tvo einstaklinga. Þú getur tekið þitt val sérstaklega fram í reit merktum „Sér óskir“ í pöntunarferlinu
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvað þýðir „óendurgreiðanlegt“ eða „ókeypis afpöntun“ ?
  Öll herbergi eru með mismunandi skilmála (setta inn af gistirými).
  • Óendurgreiðanlegur skilmáli þýðir að gjald mun eiga við ef ákveðið er að hætta við eða breyta bókuninni. Minnst er á þetta gjald í skilmála herbergisins og í bókunarstaðfestingunni.
  • Ókeypis afpöntun þýður að hægt er að getur breyta eða afpanta bókunina án kostnaðar, ef það er gert inn þess tímabil sem hótelið gefur upp. Þetta kemur fram í skilmálum herbergisins og í bókunarstaðfestingunni (t.d. „Afpöntun möguleg innan X daga“ eða „Afpöntun möguleg fyrir dd/mm/ár kk:mm“).
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Get ég beðið um aukarúm í herbergið mitt og fylgir því aukakostnaður?
  Upplýsingar varðandi aukarúm er að finna undir „Hótelskilmálum“, vinsamlegast athugið eftirfarandi:
  • Viðbættur kostnaður, ef einhver, er ekki innifalinn í verði.
  • Vinsamlegast takið fram beiðni um aukarúm/barnarúm í athugasemdarreitinn sem merktur er sérstakar óskir á meðan að pöntunarferlinu stendur.
  • Ef þú hefur nú þegar pantað herbergi, smelltu þá á tengilinn í staðfestingartölvupóstinum eða á Mitt Booking.com til að biðja um aukarúm.
  • Við mælumst til þess að hringt sé á hótelið fyrir komu til þess að tryggja óskir. Þú finnur upplýsingar um hótelið í staðfestingartölvupóstinum þínum.
  Var þetta svar gagnlegt?

Verðlagning

 • Hvað er innifalið í verðinu?
  Öll aðstaða á herbergjum sem fellur undir tegund herbergis er innifalinn í herbergisverði. Til þess að sjá aðstöðu á herbergi þarf að smella á herbergisnafnið. Hægt er að sjá hvort morgunverður og fleira, eins og skattar, sé innifalið í verði með því að renna músarbendlinum yfir spurningarmerkið í dálknum „skilyrði“. Þessar upplýsingar munu einnig birtast í staðfestingarpósti, og þær má skoða á þínu svæði þegar þú skráir þig inn. Ef þú ert ekki með svæði, getur þú búið til svæði hér.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Eru verðin á Booking.com á mann eða á herbergi?
  Verðið sem við sýnum er fyrir herbergi allan dvalartímann, nema annað sé tekið fram í tegund og lýsingu herbergis.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Eru skattar innifaldir í herbergjaverði?
  Þetta fer eftir hóteli og herberginu sem valið er, en það er auðvelt að sjá hvað er innifalið með því að skoða textann undir nafni herbergisins. Skattaskilyrði eru breytileg á milli landa, því er alltaf gott að skoða þau. Þú getur fengið frekari upplýsingar varðandi hvað er innifalið í verði með því að hreyfa músarbendilinn yfir textann í dálknum „skilyrði“. Þessar upplýsingar eru einnig í staðfestingartölvupóstinum og á Mitt Booking.com.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Er morgunverður innifalinn í verði?
  Þetta veltur á hótelinu og tegund herbergis. Þú getur séð hvort hann sé innifalinn með því að skoða textann fyrir neðan herbergisnafnið. Ef hann er ekki innifalinn getur þú hreyft músarbendilinn yfir textann í dálknum sem kallast „skilyrði“, til þess að komast að því hvort hann sé í boði, hvort það sé einhver aukakostnaður og hver hann sé ef svo er. Þessar upplýsingar er líka að finna í staðfestingartölvupóstinum.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvað þýðir yfirstrikaða verðið við hliðina á herbergistegund?
  Í þeim tilvikum þegar verð eru yfirstrikuð, þá lítum við yfir núverandi verðlag (komandi verð) sem gjaldfært er af hótelinu á því 30 daga tímabili sem er í kringum þína tillögu að innritunardagsetningu. Af öllum birtum verðum er þriðja hæsta verðið innan þessa tímabils yfirstrikað. Til þess að gera sanngjarnan samanburð, notum við alltaf sömu bókunarskilyrðin (innifaldar máltíðir, afpöntunarreglur og herbergistegund). Þetta þýðir að þú færð sama herbergi á lægra verði samanborið við aðrar innritunardagsetningar á sama tímabili árs.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Býður Booking.com upp á einhver sértilboð, eða afslætti með flugfélögum eða hótel meðlimakortum?
  Booking.com veitir bestu mögulegu verð fyrir dagsetningar dvarlar þinnar. Það er ekki mögulegt að lækka verðin enn frekar.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Borga ég fullt verð fyrir barn/börn?
  Upplýsingar varðandi börn eru að finna undir „Hótelreglur“; Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
  • Viðbættur kostnaður fyrir börn, ef einhver, er ekki innifalinn í pöntunarverði.
  • Vinsamlegast takið fram séróskir um aukarúm/barnarúm í athugasemdarreitinn 'Sérstakar óskir' meðan á bókunarferlinu stendur.
  • Ef þú hefur nú þegar bókað herbergi þá getur þú smellt á tengilinn sem er að finna í staðfestingartölvupóstinum þínum og á Mitt Booking.com til þess að biðja um aukarúm.
  • Við mælumst til þess að hringt sé á hótelið fyrir komu til þess að tryggja séróskir. Þú getur fundið upplýsingar um hótelið í staðfestingartölvupóstinum
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Get ég notað afsláttarmiða (t.d. sem gefnir eru út af tímaritum, búðum o.s.fr.v.)?
  Þú getur ekki notað gjafabréf þegar þú pantar á síðunni okkar. Þú verður að fara eftir þeim leiðbeiningum sem er lýst af þeim aðila sem gaf út gjafabréfið.
  Var þetta svar gagnlegt?

Kreditkort

 • Get ég pantað án þess að hafa kreditkort?
  Flest hótel fara fram á gilt kreditkort til þess að tryggja pöntunina. Við bjóðum hinsvegar upp á lítinn en ört stækkandi fjölda hótela sem mun ábyrgjast pöntunina án kreditkorts. Þú getur einnig bókað með því að nota kreditkort einhvers annars, að því gefnu að korthafi gefi leyfi fyrir slíku. Í slíkum tilfellum þarf að staðfesta nafn korthafa og að þú hafir leyfi fyrir því að nota kreditkortið í reitinn sem merktur er „sérstakar óskir“ í bókunarferlinu.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Gististaðurinn hefur gjaldfært kreditkortið mitt, hvað á ég að gera?
  Birt gjaldfærsla gæti verið ein af eftirfarandi:
  • Fyrirframheimild: Heimildarbeiðni er sótt til að athuga gildistíma korts og gæti lokað fyrir ákveðna upphæð sem svipar til heildarupphæðar bókunar á kreditkorti. Upphæðin verður bakfærð eftir ákveðinn tíma. Lengd tímans veltur á gististaðnum og þeirri kreditkortaþjónustu sem þú notar.
  • Trygging eða fyrirframgreiðsla: Stundum krefja gististaðir viðskiptavini um tryggingu eða fyrirframgreiðslu við gerð bókunarinnar. Þessir skilmálar eru teknir fram við gerð bókunar og einnig er hægt að sjá þá í staðfestingu bókunar. Ef þú átt rétt á ókeypis afpöntun verður þessi upphæð endurgreidd ef þú velur að afpanta bókunina.
  • Ef þér finnst að gjaldfærsla hafi ekki átt að eiga sér stað mun starfsfólk þjónustuvers okkar hjálpa þér við að finna bestu mögulegu lausnina fyrir þig. Vinsamlega https://secure.booking.com/content/cs.htmlhafðu samband við okkur, hafðu bókunarnúmerið og upplýsingar um gjaldfærsluna reiðubúnar, og við munum fylgja þessu máli eftir fyrir þína hönd.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Get ég notað debetkort til að ganga frá pöntuninni minni?
  Almennt taka hótel ekki á móti debetkortum til þess að staðfesta pöntun. Hinsvegar eru einhverjar undanþágur. Hægt er að sjá hvort það sé mögulegt í pöntunarferlinu.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvað er heimildarbeiðni?
  Þegar þú pantar þá getur það komið fyrir að hótelið hafi samband við kreditkorta- eða debetkortafyrirtækið þitt til þess að ganga úr skugga um að kortið sem þú notaðir sé gilt og að það hafi ekki verið tilkynnt tapað eða stolið. Á sama tíma getur verið að það sé einnig athugað að það sé nægilega há heimild á kortinu til þess að dekka færsluna. Þetta nefnist heimildarbeiðni fyrir heildarupphæð pöntunarinnar.
  • Hótelið mun hins vegar ekki gjaldfæra kortið á þessum tímapunkti. Sá tími sem hótelið gjaldfærir kortið fer eftir skilmálum og skilyrðum bókunarinnar.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hver er munurinn á heimildarbeiðni og raunverulegri færslu á kortinu mínu?
  Heimildarbeiðnir eru algengar og er oft ruglað saman við raunverulegar færslur. Á meðan vörukaup í verslunum eru samstundis gjaldfærð þá er upphæðin tímabundið tekin frá þegar um heimildarbeiðni er að ræða. Lengd frátektarinnar er breytileg en kreditkortafyrirtækið þitt getur gefið upplýsingar um hvernig það annast slíkt.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvernig veit ég hvort sótt hafi verið um heimildarbeiðni á kreditkortið mitt?
  Aðgengileg heimild lækkar tímabundið að því sem nemur heildarverði pöntunarinnar. Þú gætir einnig séð "færsla í bið" á kreditkortareikningnum þínum. Ef þú ert ekki viss um hvort að sótt hafi verið um heimildarbeiðni á kortið þítt þá geta bæði hótelið og kreditkortafyrirtækið staðfest það.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hversu lengi mun heimildarbeiðnin hafa áhrif á upphæð kortaheimildarinnar?
  Kreditkortafyrirtækið þitt getur útskýrt þetta nánar ásamt skilmálum, skilyrðum og verklagi heimildabeiðna. Þessar forsendur geta verið breytilegar svo betra er að hafa samband við kreditkortafyrirtækin til þess að fá nánari upplýsingar.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Mun frátekna upphæðin alltaf vera sú sama og heildarupphæð pöntunarinnar?
  Í flestum tilfellum mun heimildarbeiðnin sem hótelið sækir um jafngilda heildarverði pöntunarinnar. Það kemur einstaka sinnum fyrir að upphæðin sé örlítið hærri en sú upphæð sem þú sást hjá Booking.com. Ef það kemur fyrir þá getur hótelið útskýrt af hverju.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Á þetta við allar bókanir sem gerðar eru í gegnum Booking.com?
  Hótel áskilja sér rétti til þess að sækja um heimildarbeiðni á kortið þitt en það þýðir samt ekki að það muni vera gert með allar bókanir. Ekki hafa áhyggjur, ef sótt hefur verið um heimildarbeiðni á kortið þitt þá er bæði hótelið og kreditkortafyrirtækið til taks ef þú þarft á aðstoð að halda. Það getur einnig verið að þau geti hjálpað til við að fjarlægja þessa fráteknu upphæð fyrr en ætlað var.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Get ég pantað fyrir mig með því að nota kreditkort einhvers annars?
  Já þú getur það – aðeins ef þú hefur leyfi frá korthafa. Vinsamlegast taktu þetta fram í „Sérstakar Óskir“ athugasemdar reitnum þegar þú gerir pöntun. Hótelið gæti krafist heimildar korthafa. Vinsamlegast takið eftir að í þeim tilfellum þar sem ekki er mætt eða við síðbúna afpöntun bókunar þá gæti kortið verið skuldfært fyrir þeim kostnaði sem fylgir afpöntun.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Af hverju þarf ég að gefa upp kortaupplýsingarnar mínar?
  Í flestum tilfellum mun Booking.com biðja um greiðslukortaupplýsingar til að staðfesta bókunina við hótelið fyrir þína hönd. Það er möguleiki á því að greiðslukortið þitt verði athugað (fyrirfram heimilað) til þess að ganga úr skugga um að það sé gilt og/eða næg úttektarheimild sé til staðar. Eftir athugunina mun heildarupphæðin vera til ráðstöfunar á ný. Í einstaka tilfellum munu greiðslukortaupplýsingarnar verða notaðar til að gjaldfæra bókunina samstundis. Greiðslukortið þitt mun einungis verða gjaldfært hafir þú pantað fyrirframgreiðanlegt herbergi eða ef að afpöntunarreglunum, sem finna má undir „Hótelskilmálar“, og herbergisskilmálum hefur ekki verið fylgt eftir.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvaða kreditkort get ég notað til þess að klára bókunina mína?
  Þegar þú pantar í gegnum Booking.com þá taka öll hótel á móti:
  • MasterCard
  • Visa
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Eru kreditkortaupplýsingarnar mínar öruggar?
  Booking.com notar örugga tengingu fyrir þína pöntun:
  • Persónu- og kreditkortaupplýsingar þínar eru dulkóðaðar.
  • Netþjónninn okkar notar „Secure Socket Layer“ (SSL) tækni, sem er iðnaðarstaðallinn á netinu.
  • SSL skírteinið okkar er gefið út af Thawte.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Kreditkortið sem ég notaði við bókun er ekki lengur gilt, hvað á ég að gera?
  Vinsamlegast hafið beint samband við hótelið. Hótelupplýsingarnar má finna í staðfestingartölvupóstinum eða á Mitt Booking.com. Öryggisins vegna skaltu aldrei gefa upp kreditkortaupplýsingarnar þínar með tölvupósti.
  Var þetta svar gagnlegt?

Skilmálar á gististað

Aukaaðstaða

Tilvísunarumbun

 • Hvenær fæ ég peningaumbunina?
  Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:
  • Þegar vinur þinn hefur lokið ferðinni staðfestum við umbunina þína og þú færð tölvupóst varðandi það hvernig þú sækir hana. Það getur tekið 30-60 virka daga að fá útgreiðslu umbunarinnar. Þú getur alltaf skráð þig inn á svæðið þitt til að athuga stöðuna á umbuninni.
  • Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:
  • Þegar vinur þinn hefur lokið ferð sinni hefjum við sannreyningarferlið. Þú færð nánari upplýsingar um næstu skref í tölvupósti. Það geta liðið 30 til 60 dagar þar til þú færð umbunina greidda. Þú getur alltaf innskráð þig á þitt svæði og skoðað stöðu umbunarinnar á síðunni „Umbunin mín“.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvenær fær vinur minn umbunina?
  Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:
  • Þegar vinur þinn hefur lokið ferðinni staðfestum við umbunina þína og þú færð tölvupóst varðandi það hvernig þú sækir hana. Það getur tekið 30-60 virka daga að fá útgreiðslu umbunarinnar.
  • Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:
  • Þegar vinur þinn hefur lokið ferð sinni hefjum við sannreyningarferlið. Hann fær nánari upplýsingar um næstu skref í tölvupósti. Það geta liðið 30 til 60 dagar þar til vinurinn fær umbunina greidda. Hann getur alltaf innskráð sig á sitt svæði og skoðað stöðu umbunarinnar á síðunni „Umbunin mín“.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvað ef ég er ekki með kreditkort til að fá umbunina á?
  Það er ekkert mál. Þú getur notað debetkort frá Visa eða MasterCard í staðinn og fengið umbun á sama hátt.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvernig geri ég tilkall til umbunarinnar?
  Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:
  • Þú þarft einfaldlega að hafa svæði á Booking.com og setja inn og skrá kreditkortaupplýsingarnar þínar til að fá umbun. Þegar vinur þinn hefur lokið við dvölina leggjum við peningaumbunina inn á kortið þitt. Ertu ekki með svæði? Búðu það til hér.
  • Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:
  • Það eina sem þú þarft er að hafa þitt svæði á Booking.com. Netfangið tengt við þitt svæði þarf að vera það sama og þú notaðir þegar þú bókaðir. Þegar vinur þinn hefur lokið dvölinni greiðum við upphæð umbunarinnar í veskið þitt. Ertu ekki enn með svæði? Þú getur skráð þig hér.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvers vegna hef ég ekki fengið umbunina mína?
  Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:
  • Það er yfirleitt vegna þess að kreditkort hefur ekki verið skráð til að taka á móti umbun eða kreditkortaupplýsingar hafa verið fjarlægðar áður en umbunin var greidd. Vinsamlega athugaðu að vista debet- eða kreditkort frá Visa eða MasterCard á svæðinu þínu og skrá það til að taka á móti umbun.
  • Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:
  • Þetta gerist vanalega vegna þess að við þurfum að sannreyna að öll skilyrði séu uppfyllt áður en við greiðum umbunina. Sannreyningarferlið getur tekið 30 til 60 virka daga. Eftir þann tíma greiðum við umbunina í veskið.
  Var þetta svar gagnlegt?
 • Hvernig gerir vinur minn tilkall til umbunarinnar?
  Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:
  • Vinur þinn þarf að vera með svæði á Booking.com. Hann verður að setja inn og skrá kreditkortaupplýsingar til að fá umbunina. Þegar hann lýkur við dvölina leggjum við umbunina inn á kortið hans. Ef vinur þinn er ekki með svæði á Booking.com getur hann skráð sig með sama netfangi og hann notaði til að bóka dvölina.
  • Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:
  • Vinur þinn þarf að hafa sitt svæði á Booking.com. Netfangið tengt við hans svæði þarf að vera það sama og hann notaði þegar hann bókaði. Þegar vinur þinn hefur lokið dvölinni greiðum við upphæð umbunarinnar í veskið hans.
  Var þetta svar gagnlegt?

Sækir...