Beint í aðalefni

Algengar spurningar um umbun

  • Hvernig geri ég tilkall til umbunarinnar minnar?

   Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:

   Til að fá umbun þarft þú bara að hafa svæði á Booking.com og setja þar inn kreditkortaupplýsingarnar þínar. Þú getur farið í stillingar á svæðinu þínu til að bæta við/breyta kreditkortaupplýsingum. 30-60 dögum eftir að þú útritar þig af gististaðnum færum við umbunina á kortið þitt. Ertu ekki með svæði? Hér getur þú búið það til.

   Búa til svæði

   Ef umbunin þín er greidd út sem ferðainneign í Booking.com-veskið þitt:

   Þú þarft bara að hafa svæði á Booking.com. Netfangið á svæðinu þínu þarf að vera það sama og þú bókaðir með þegar þú nýttir umbunartilboðið. Þegar þú hefur útritað þig af gististaðnum bætum við umbuninni við Booking.com-veskið á svæðinu þínu. Ertu ekki með svæði? Hér getur þú búið það til.

   Búa til svæði

   Ef umbunin felur í sér að þú fáir afslátt samstundis:

   Þú þarft bara að velja „Greiða núna“ þegar þú greiðir. Upphæð umbunarinnar verður sjálfkrafa dregin frá heildarupphæð bókunarinnar. Athugaðu að í augnablikinu bjóða ekki allir gististaðir upp á þennan möguleika. Gististaðir sem bjóða upp á möguleikann að greiða strax eru oft með aðrar greiðsluleiðir eins og iDeal eða Paypal. Leitaðu að „Greiða núna“ í lokaskrefinu (rétt áður en þú klárar bókunina endanlega).

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Hvenær fæ ég umbunina?

   Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:

   Þegar þú hefur lokið dvölinni sannreynum við umbunina þína. Það getur tekið 30 til 60 daga fyrir umbunina að berast á kreditkortið þitt. Þú færð staðfestingu í tölvupósti þegar við höfum greitt út umbunina.

   Ef umbunin þín er greidd út sem ferðainneign í Booking.com-veskið þitt:

   Þegar þú hefur lokið dvölinni sannreynum við umbunina þína. Það getur tekið 30 til 60 daga fyrir umbunina að berast í Booking.com-veskið þitt. Þú færð staðfestingu í tölvupósti þegar við höfum greitt út umbunina.

   Ef umbunin felur í sér að þú fáir afslátt samstundis:

   Upphæð umbunarinnar verður dregin strax frá heildarverði bókunarinnar svo að þú greiðir minna þegar þú bókar.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Hvers vegna hef ég ekki fengið umbunina mína?

   Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:

   Ertu búin(n) að skrá kreditkortið þitt á svæðinu þínu svo þú fáir umbun greidda á það? Skráðu Visa, Euro/Mastercard eða China UnionPay-kort hér (ekki er hægt að fá umbun greidda á American Express-kreditkort). Einhver töf getur verið í sannreyningarferli umbunarinnar. Þú færð umbunina 30-60 dögum eftir útritun þína af gististaðnum.

   Ef umbunin þín er greidd út sem ferðainneign í Booking.com-veskið þitt:

   Einhver töf getur verið í sannreyningarferli umbunarinnar. Þú færð umbunina 30-60 dögum eftir útritun þína af gististaðnum.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Hvað get ég bókað með umbunartilboðinu?

   Þú getur notað umbunartilboðið þegar þú bókar gististað á Booking.com sem uppfyllir skilyrði tilboðsins um lágmarksupphæð bókunar. Tilboðið gildir ekki fyrir Booking.basic-valkosti, flug, bílaleigubíla eða leigubíla til/frá flugvelli.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Hvernig veit ég hvort umbuninni minni verði bætt við áður en ég lýk við bókunina mína?

   Það er mismunandi eftir bókunum en annaðhvort sérðu borða með tilboðinu þínu efst eða neðst á vefsíðunni og/eða skilaboð eða virkan kóða vinstra megin á lokaskrefssíðunni þar sem þú setur inn greiðsluupplýsingarnar.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Get ég notað umbunina upp í bókun sem ég hef þegar lokið við?

   Nei það er ekki hægt að nýta umbunina eftir á. Einungis er hægt að nýta hana upp í nýja bókun.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Get ég notað fleiri en eina umbun fyrir eina bókun?

   Þú getur aðeins notað eitt umbunartilboð (eða „Benda vini á okkur“-tilboð) í hverri bókun. Þú getur samt notað umbunartilboðið samhliða Genius-afsláttum og tilboðum á vefsíðunni okkar.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Hvað gerist ef ég afpanta bókunina?

   Ef þú afpantar bókun sem þú bókaðir á tilboði færðu virði tilboðsins ekki til baka og þú getur ekki notað sérstaka hlekkinn eða kóðann aftur.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Skrifaðu sérstaka hlekkinn í vafrann þinn. Umbunin virkjast þegar þú lendir á vefsíðunni okkar og þá getur þú bókað á hefðbundinn hátt. Þegar þú hefur bókað færð þú staðfestingu í tölvupósti um endurgreiðsluna sem þú færð eftir dvölina. Ef þú notar afslátt sem gildir samstundis sérð þú upphæð afsláttarins í verðsundurliðuninni.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Hvernig nota ég sérstaka hlekkinn?

   Í tölvu eða síma:

   Finndu gististað og byrjaðu að bóka. Skráðu svo kóðann með greiðsluupplýsingunum í lokaskrefinu. Umbunin verður virkjuð og þú getur bókað á hefðbundinn hátt. Þegar þú hefur bókað færð þú staðfestingu í tölvupósti um endurgreiðsluna sem þú færð eftir dvölina. Ef þú notar afslátt sem gildir samstundis sérð þú upphæð afsláttarins í verðsundurliðuninni.

   Í appinu:

   Finndu gististað og byrjaðu að bóka. Skráðu svo kóðann með greiðsluupplýsingunum í lokaskrefinu. Umbunin verður virkjuð og þú getur bókað á hefðbundinn hátt. (Sum tilboð krefjast þess að þú farir í „Afsláttarkóðarnir mínir“ og sláir inn kóðann þar til að virkja umbunina). Þegar þú hefur bókað færð þú staðfestingu í tölvupósti um endurgreiðsluna sem þú færð eftir dvölina. Ef þú notar afslátt sem gildir samstundis sérð þú upphæð afsláttarins í verðsundurliðuninni.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Hvenær rennur umbunin mín út?

   Þú færð að vita lokadagsetningu umbunarinnar þegar þú færð sérstaka hlekkinn eða kóðann. Ef umbunin er útrunnin geturðu ekki notað hana. Við bjóðum oft upp á tilboð og aðrar sparnaðarleiðir á vefsíðunni okkar svo að þú ættir alltaf að geta fundið dvöl á góðu verði.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!
  • Hvað ef ég á ekki kreditkort til að fá umbunina á?

   Það er ekkert mál, þú getur líka skráð debetkort af gerðinni Mastercard eða Visa til að fá umbunina greidda á.

   Var þetta gagnlegt? Takk fyrir endurgjöfina!