Löggæsluviðmiðunarreglur
Þessar löggæsluviðmiðunarreglur um beiðnir um gagnabirtingar eru stílaðar á löggæsluyfirvöld sem vilja upplýsingar frá Booking.com um viðskiptavini þeirra og/eða samstarfsaðila.
Vinsamlegast athugaðu að fyrirspurnum um annað en beiðnir frá löggæsluaðilum verður ekki svarað. Vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver vegna allra annarra mála.
Hver er ábyrgur fyrir meðhöndlun beiðna um gagnabirtingar?
Sem eigandi og stjórnandi www.booking.com, vefsíðna og appa Booking.com, eru Booking.com B.V. í Hollandi ábyrg fyrir meðhöndlun allra beiðna um gagnabirtingar sem tengjast gögnum viðskiptavina og samstarfsaðila um allan heim.
Booking.com B.V. er ábyrgðaraðili allra persónulegra gagna sem safnað er í gegnum netbókunarþjónustu Booking.com. Ennfremur er Booking.com B.V. samningsbundinn samstarfsaðili allra samstarfsaðila með gistiþjónustu um allan heim nema í Brasilíu.
Öllum beiðnum um gagnabirtingar skal beina til Booking.com B.V., jafnvel í þeim tilfellum þegar Booking.com er með lögaðila í sama landi og löggæsluyfirvöldin, sem senda beiðni, eru staðsett. Booking.com upplýsir aðeins um gögn í kjölfar beiðni um gagnabirtingu sem er lagalega bindandi fyrir Booking.com B.V. samkvæmt hollenskum lögum. Undanþágur eru gerðar í neyðartilvikum.
Staðbundnir lögaðilar Booking.com sjá aðeins um innri stuðning fyrir og fyrir hönd Booking.com B.V. og mega ekki láta í té gögn að beiðni löggæsluyfirvalda. Ennfremur er ekki víst að staðbundnir lögaðilar Booking.com séu með fullan aðgang að öllum upplýsingum sem safnað er saman í gegnum netþjónustu Booking.com.
Upplýsingar fyrir löggæsluyfirvöld staðsett í Hollandi
Hollensk löggæsluyfirvöld sem biðja um (persónulegar) upplýsingar þurfa að fylgja eftirfarandi skilyrðum:
-
Beiðnin skal vera lagalega bindandi fyrir Booking.com B.V.;
-
Beiðnin skal vera stíluð á Booking.com B.V., Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam.
Upplýsingar fyrir löggæsluyfirvöld staðsett utan Hollands
Löggæsluyfirvöld staðsett utan Hollands sem biðja um (persónulegar) upplýsingar frá Booking.com B.V. þurfa að fylgja eftirfarandi skilyrðum:
-
Beiðnin skal stíluð á Booking.com B.V., Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam.
-
Beiðninni skal skila inn sem hluta af réttaraðstoðarferli til hollenskra yfirvalda (í samræmi við sáttmála um gagnkvæma lagaaðstoð). Hafðu samband við miðstöð alþjóðlegrar lögfræðiaðstoðar í þínu heimalandi ef þú ert í vafa.
Hvaða upplýsingar þurfa að fylgja með beiðninni um gagnabirtingar?
Booking.com B.V. mun aðeins láta upplýsingar í té við framvísun beiðni sem er lagalega bindandi fyrir Booking.com B.V. samkvæmt hollenskum lögum. Beiðnin þarf í öllum tilfellum að innihalda eftirfararandi upplýsingar:
-
Formlegt bréf sem beint er til og stílað er á Booking.com B.V.. Beiðni sem stíluð er á „Booking.com“ eða „þjónustuver Booking.com“ er ekki tekin gild;
-
Skýran lagalegan grundvöll fyrir beiðninni;
-
Lýsingu á einstaklingnum eða lögaðilanum sem umbeðnu upplýsingarnar eiga við;
-
Nafn og undirskrift útgáfuyfirvalds, auðkennisnúmer/númer skjaldar fulltrúans sem ber ábyrgð, netfang og beint símanúmer;
-
Beiðnin skal innihalda að minnsta kosti:
-
Netfang gests eða bókunarnúmer (nafn gests eingöngu nægir ekki);
-
Nafn gististaðar og borg eða auðkennisnúmer gististaðar;
-
Nákvæmt yfirlit gagna sem krafist er og tímabil þeirra;
-
Svartími sem vænst er.
Vinsamlega vertu eins nákvæm/ur og hægt er og mundu að allar beiðnir um gagnabirtingar verða að vera réttmætar, hóflegar og nauðsynlegar fyrir tilgreindan tilgang.
Hvað gerist í neyðartilfellum?
Booking.com B.V. mun gera undantekningar á almennum framgangi beiðna um gagnabirtingar ef Booking.com B.V. telur að neyðartilfelli (eins og hryðjuverkaárás, alvarlegur skaði eða dauði manneskju) hafi átt sér stað eða er yfirvofandi ef gögnin sem beðið er um eru ekki afhent tímanlega.
Neyðarbeiðnir um gagnabirtingar þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
-
Stílaðu beiðnina á Booking.com B.V., Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam;
-
Gefðu til kynna að þú sért að skila inn neyðarbeiðni um gagnabirtinu (Emergency Disclosure Request);
-
Greindu frá eðli neyðartilfellisins (eins og alvarlegur skaði eða dauði einstaklings);
-
Ef mögulegt er, gerðu grein fyrir einstaklingnum/hópi einstaklinganna sem eru í hættu;
-
Tilgreindu hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar og hvernig gagnabirting Booking.com getur komið í veg fyrir (eða hjálpað til við að koma í veg fyrir) neyðartilfelli. Vinsamlega gefðu eins nákvæmar upplýsingar og mögulegt er; og
-
Láttu allar tengiliðsupplýsingar og undirskrift löggæslumanns fylgja með ásamt beinu símanúmeri.
Mikilvæg atriði
-
Starfsfólk þjónustuvers Booking.com er ekki heimilt að láta neinar upplýsingar af hendi í gegnum síma eða tölvupósti utan ferlisins sem útskýrt er í þessum löggæsluviðmiðunarreglum.
-
Booking.com B.V. mun ekki svara neinum samskiptum sem send eru til vinnu- eða einkanetfanga starfsfólks.
-
Booking.com mun eingöngu svara beiðnum frá löggæsluaðilum sem sendar eru samkvæmt þessum löggæsluviðmiðunarreglum.
-
Booking.com B.V. er með stranga starfshætti við verndun kreditkortagagna. Kreditkortaupplýsingar eru yfirleitt brenglaðar og því ekki læsilegar 10 dögum eftir að bókun var gerð.
-
Booking.com B.V. áskilur sér rétt til þess að láta viðskiptavini eða gististaði vita þegar beðið er um persónulegar upplýsingar þeirra, nema þegar það er bannað með lögum.
Senda beiðni vegna opinberrar löggæslu