Beint í aðalefni

Bentu vin á okkur

Tilvísunarprógramminu okkar verður lokað þann 15. okt 2019

Hvað þýðir það?

  • Allar tilvísunarumbunargreiðslur sem tengjast bókunum sem gerðar voru fyrir 15. okt 2019 verða framkvæmdar eins og venjulega. Allir skilmálar og skilyrði gilda enn.
  • Ef vinur þinn notaði hlekkinn frá þér til að bóka fyrir 15. okt 2019 fáið bæði þú og vinur þinn umbun. Allir skilmálar og skilyrði gilda enn.
  • Ef vinur þinn notar hlekkinn frá þér til að bóka þann 15. okt 2019, kl. 00:00 eða síðar verður bókunin gild en hvorki hann né þú fáið umbun.

Skilmálar og skilyrði

Get ég nýtt mér „Bentu vin á okkur“?

Já! Þú einfaldlega sendir tilvísunarhlekkinn til vina þinna og þeir bóka með honum. Þú getur bent að hámarki 10 vinum á okkur og fengið peningaumbun.

Er vinur minn gjaldgengur fyrir umbun?

Já – þú getur bent hverjum sem er á okkur! Jafnvel þó aðilinn hafi bókað hjá okkur áður. Vinur þinn þarf að nota tilvísunarhlekkinn til að bóka til að vera gjaldgengur. Ef vinurinn hefur bókað oftar en einu sinni með tilvísunarhlekk (þínum eða annarra) fá þeir aðeins umbun einu sinni. Umbun verður ekki veitt fyrir aðrar bókanir.

Hvernig geri ég tilkall til umbunarinnar?

Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:


Þú þarft einfaldlega að hafa svæði á Booking.com og setja inn og skrá kreditkortaupplýsingarnar þínar til að fá umbun. Þegar vinur þinn hefur lokið við dvölina leggjum við peningaumbunina inn á kortið þitt. Ertu ekki með svæði? Búðu það til hér.

Búa til svæði

Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:


Það eina sem þú þarft er að hafa þitt svæði á Booking.com. Netfangið tengt við þitt svæði þarf að vera það sama og þú notaðir þegar þú bókaðir. Þegar vinur þinn hefur lokið dvölinni greiðum við upphæð umbunarinnar í veskið þitt. Ertu ekki enn með svæði? Þú getur skráð þig hér.

Hvenær fæ ég peningaumbunina?

Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:


Þegar vinur þinn hefur lokið ferðinni staðfestum við umbunina þína og þú færð tölvupóst varðandi það hvernig þú sækir hana. Það getur tekið 30-60 virka daga að fá útgreiðslu umbunarinnar. Þú getur alltaf skráð þig inn á svæðið þitt til að athuga stöðuna á umbuninni.

Sjá stöðu umbunar

Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:


Þegar vinur þinn hefur lokið ferð sinni hefjum við sannreyningarferlið. Þú færð nánari upplýsingar um næstu skref í tölvupósti. Það geta liðið 30 til 60 dagar þar til þú færð umbunina greidda. Þú getur alltaf innskráð þig á þitt svæði og skoðað stöðu umbunarinnar á síðunni „Umbunin mín“.

Hvernig gerir vinur minn tilkall til umbunarinnar?

Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:


Vinur þinn þarf að vera með svæði á Booking.com. Hann verður að setja inn og skrá kreditkortaupplýsingar til að fá umbunina. Þegar hann lýkur við dvölina leggjum við umbunina inn á kortið hans. Ef vinur þinn er ekki með svæði á Booking.com getur hann skráð sig með sama netfangi og hann notaði til að bóka dvölina.

Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:


Vinur þinn þarf að hafa sitt svæði á Booking.com. Netfangið tengt við hans svæði þarf að vera það sama og hann notaði þegar hann bókaði. Þegar vinur þinn hefur lokið dvölinni greiðum við upphæð umbunarinnar í veskið hans.

Hvenær fær vinur minn umbunina?

Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:


Þegar vinur þinn hefur lokið ferðinni staðfestum við umbunina þína og þú færð tölvupóst varðandi það hvernig þú sækir hana. Það getur tekið 30-60 virka daga að fá útgreiðslu umbunarinnar.

Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:


Þegar vinur þinn hefur lokið ferð sinni hefjum við sannreyningarferlið. Hann fær nánari upplýsingar um næstu skref í tölvupósti. Það geta liðið 30 til 60 dagar þar til vinurinn fær umbunina greidda. Hann getur alltaf innskráð sig á sitt svæði og skoðað stöðu umbunarinnar á síðunni „Umbunin mín“.

Hvers vegna hef ég ekki fengið umbunina mína?

Ef umbunin þín er greidd inn á kreditkortið þitt:


Það er yfirleitt vegna þess að kreditkort hefur ekki verið skráð til að taka á móti umbun eða kreditkortaupplýsingar hafa verið fjarlægðar áður en umbunin var greidd. Vinsamlega athugaðu að vista debet- eða kreditkort frá Visa eða MasterCard á svæðinu þínu og skrá það til að taka á móti umbun.

Ef umbunin þín er greidd út í veskisinneign:


Þetta gerist vanalega vegna þess að við þurfum að sannreyna að öll skilyrði séu uppfyllt áður en við greiðum umbunina. Sannreyningarferlið getur tekið 30 til 60 virka daga. Eftir þann tíma greiðum við umbunina í veskið.

Hvernig get ég skoðað stöðuna á umbuninni minni?

Skoða stöðu á umbun

Get ég notað umbunina sem afslátt af bókun í framtíðinni?

Nei, ekki er hægt að nota umbunina upp í bókun í framtíðinni. Umbunin er aðeins greidd inn á kreditkortið þitt eftir að vinur þinn hefur bókað og lokið við dvöl.

Hvað gerist ef vinur minn afpantar bókunina?

Ef vinur þinn afpantar bókunina getur hvorki þú né hann fengið umbunina. En ef vinur þinn bókar aftur með hlekknum þínum geta báðir aðilar fengið umbun.

Hversu lengi gildir hlekkurinn?

Hlekkurinn rennur ekki út og það er hægt að nota hann hvenær sem er. Booking.com hefur þó rétt á því að stöðva umbunarprógrammið hvenær sem er.

Hvernig verður umbunin greidd til mín og vinar míns?

Öll umbun er greidd beint í veskið í formi inneignar. Í veskinu getur þú og vinur þinn fylgst með hversu mikla inneign þið hafið fengið og séð allar upplýsingar um fyrri greiðslur.

Hvað ef ég er ekki með kreditkort til að fá umbunina á?

Það er ekkert mál. Þú getur notað debetkort frá Visa eða MasterCard í staðinn og fengið umbun á sama hátt.

Booking.com áskilur sér rétt til að halda umbun ef um grunsamlega bókun er að ræða.

Hér eru lagalegu atriðin

Ef þú vilt vita meira um prógrammið Bentu vini á okkur getur þú lesið Skilmála okkar og skilyrði. Þar finnur þú lagalegar upplýsingar. Hér vísum við til þess sem bendir vini á okkur sem „meðmælanda“ og vísað er til vinarins sem „sá sem fær tilvísun“.