Beint í aðalefni

Skilmálar fyrir Booking.com-prógrammið „Benda vin á okkur“

Tilvísunarprógramminu okkar verður lokað þann 15. okt 2019

Hvað þýðir það?

 • Allar tilvísunarumbunargreiðslur sem tengjast bókunum sem gerðar voru fyrir 15. okt 2019 verða framkvæmdar eins og venjulega. Allir skilmálar og skilyrði gilda enn.
 • Ef vinur þinn notaði hlekkinn frá þér til að bóka fyrir 15. okt 2019 fáið bæði þú og vinur þinn umbun. Allir skilmálar og skilyrði gilda enn.
 • Ef vinur þinn notar hlekkinn frá þér til að bóka þann 15. okt 2019, kl. 00:00 eða síðar verður bókunin gild en hvorki hann né þú fáið umbun.

Skilmálar og skilyrði

Í Booking.com-prógramminu „Benda vin á okkur“, er þeim viðskiptavinum Booking.com sem hafa gert bókun („Meðmælandi“) boðið að næla sér í tilvísunarumbun með því að mæla með því við einstaklinga (líkt og lýst er hér fyrir neðan) að nota netbókunarþjónustu Booking.com. Eftirfarandi skilmálar um Booking.com-prógrammið „Benda vin á okkur“ eiga við um meðmælendur og þá sem fá tilvísun (vísað til í sameiningu sem „Þátttakendur“) sem taka þátt í Booking.com-prógramminu „Benda vin á okkur“.

Booking.com getur stöðvað, slitið eða breytt skilmálum Booking.com-prógrammsins „Benda vin á okkur“ hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er. Tilvísunarumbun sem hefur þegar áunnist samkvæmt skilmálum Booking.com-prógrammsins „Benda vin á okkur“ fyrir slíkar breytingar, slit eða stöðvun, verður virt.

Upplýsingar um þann sem fær tilvísun:

Með því að taka þátt í Booking.com-prógramminu „Benda vin á okkur“, samþykkir sá sem fær tilvísun að Booking.com geti að eigin geðþótta deilt fornafni og stöðu gjaldgengrar bókunar á notandasvæði meðmælandans til að upplýsa meðmælandann um stöðu tilvísunarumbunar sem hefur verið áunnin. Booking.com mun ekki deila nafni gististaðarins eða nákvæmar innritunar- eða útritunardagsetningum. Ef þú vilt ekki að meðmælandinn fái framangreindar upplýsingar um þig, biðjum við þig vinsamlega um að ljúka ekki við bókunina eftir þú hefur smellt á tilvísunarhlekkinn. Þátttaka þín í Booking.com-prógramminu „Benda vin á okkur“ verður stöðvuð.

1. Gjaldgengi

Þátttakendur, bæði meðmælandi og sá sem fær tilvísun, verða að vera 18 ára eða eldri. Einstaklingar frá ríkjunum Nýju-Mexíkó, Kaliforníu, Kansas, Connecticut og Havaí, auk starfsmanna Booking Holdings Inc. og hlutdeildarfélaga þess ásamt þátttakendum (að meðtöldum fulltrúum og starfsfólki) í hlutdeildarprógrammi Booking.com, geta ekki tekið þátt. Þátttakendur skulu vera einstaklingar.

2. Tilvísunarumbun

 • Hægt er að vinna sér inn tilvísunarumbun á eftirfarandi hátt:
  • Meðmælandinn deilir tilvísunarhlekk sem gefinn er upp á vefsíðu Booking.com („Tilvísunarhlekkur“). Meðmælandanum er ekki heimilt að nota tilvísunarhlekkinn í eða fyrir greiddar kynningar, þ.m.t. auglýsingar á netinu;
  • Einstaklingurinn sem fær hlekkinn sendan („Sá sem fær tilvísun“) gerir gjaldgenga bókun í gegnum vefsíðu Booking.com með því að smella á tilvísunarhlekkinn; og
  • Gististaðurinn sem bókað var á staðfestir dvöl þess sem fékk tilvísunina við Booking.com, sem liður í að bókunin verði gjaldgeng; og
  • Bæði meðmælandinn og sá sem fær tilvísun hafa, innan ákveðins tíma eftir dvölina, búið til notandasvæði og hafa vistað gilt kreditkort í stillingum svæðisins ef leggja á umbunarinneign inn á kreditkort notandans.
  • Meðmælendur og einstaklingar sem fá tilvísun þurfa alltaf að vera mismunandi einstaklingar.
 • Bókun telst vera „gjaldgeng bókun“ ef hún hefur verið gerð með því að smella á tilvísunarhlekkinn og heildarkostnaður bókunarinnar eins og hún var gerð á Booking.com (án aukakostnaðar sem bætist við á meðan dvölinni stendur) er hærri en lágmarksupphæðin sem þeim sem fékk tilvísunina hefur verið tilkynnt um. Booking.basic-bókanir eru ekki gjaldgengar. Booking.com samþykkir aðeins tilvísunarumbun fyrir eina gjaldgenga bókun fyrir hvern einstakling sem fær tilvísun.
 • Meðmælandi getur að hámarki unnið sér inn tilvísunarumbun fyrir meðmælendur 10 sinnum í heild. Hver einstaklingur sem fær tilvísun getur einungis notað tilvísunarhlekk einu sinni til að ganga frá gjaldgengri bókun án tillits til þess hvort viðkomandi einstaklingur hafi fengið eða hafi aðgang að ólíkum tilvísunarhlekkjum frá ólíkum meðmælendum. Hægt er að fá 11 tilvísunarumbanir að hámarki á hvert kreditkort eða í hvert veski (eina sem einstaklingur sem fær tilvísun og 10 sem meðmælandi).
 • Booking.com-prógrammið „Benda vin á okkur“ er eingöngu til einkanota og ekki til notkunar í atvinnuskyni.
 • Ef Booking.com kemst að þeirri niðurstöðu, eftir eigin ákvörðun, að meðmælandinn og sá sem fær tilvísun hafi framfylgt og uppfyllt skilmála Booking.com-prógrammsins „Benda vin á okkur“ mun Booking.com staðfesta að meðmælandinn og sá sem fær tilvísun hafi unnið sér inn umbunina („tilvísunarumbun“) eins og lýst er í boði um þátttöku í Booking.com-prógramminu „Benda vin á okkur“. Þátttakendur sem eiga að fá tilvísunarumbunina sem inneign inn á það kreditkort sem vistað er í stillingum á notandasvæði viðkomandi vegna prógrammsins „Benda vin á okkur“ munu fá umbunina sjálfkrafa. Booking.com getur sent tölvupóst til annað hvort meðmælanda eða þess sem fær tilvísun, eins og þörf er á, til áminningar um að notandasvæði og skráning á gildu kreditkorti eru nauðsynleg svo að hægt sé að nálgast tilvísunarumbunina. Þátttakendur sem eiga að fá tilvísunarumbunina sem inneign í Booking.com-„veskið“ sitt munu einnig fá tilvísunarumbunina sjálfkrafa.
 • Tilvísunarumbun sem ekki er innleyst innan 14 mánaða eftir að Booking.com tilkynnir að hún sé í vinnslu fellur sjálfkrafa úr gildi. Ekki er hægt að framselja tilvísunarumbunina, selja hana eða skipta fyrir reiðufé eða peninga.
 • Meðmælandi getur að hámarki unnið sér inn tilvísunarumbun fyrir meðmælendur 10 sinnum í heild.
 • Hver einstaklingur sem fær tilvísun getur einungis notað tilvísunarhlekk einu sinni, jafnvel þótt viðkomandi einstaklingur hafi fengið eða hafi aðgang að ólíkum tilvísunarhlekkjum frá ólíkum meðmælendum.
 • Þátttakendur eru ábyrgir fyrir hverjum þeim sköttum eða gjöldum sem gætu komið upp vegna ávinnslu og greiðslu tílvísunarumbunarinnar.
 • Útreikningur á tílvísunarumbun er sjálfvirkt ferli sem byggir á notkun á tílvísunarhlekkjum og gjaldgengum bókunum sem gerðar eru í gegnum netbókunarþjónustu Booking.com. Booking.com áskilur sér rétt til að endurskoða, að eigin geðþótta, hvort skilmálum Booking.com-prógrammsins „Benda vin á okkur“ sé fylgt.

3. Birting tilvísunarhlekkja

Meðmælandinn ætti ekki að deila tilvísunarhlekkjum eða birta þá þar sem ekki er hægt að vænta með raunhæfum máta að þeir sem fá hlekkinn sendan séu í raun ferðalangar og að þeir kunni að meta boðið sem felst í tilvísunarhlekknum og ekki þar sem hann er brotlegur gegn gildandi lögum um ruslpóst. Meðmælandinn skal bæta og halda Booking.com, stjórnendum þess, yfirmönnum, starfsmönnum, hluthöfum, umboðsmönnum og eftirmönnum lausum við skaða, frá og gegn öllum kröfum sem gætu komið upp vegna ólöglegra áframsendinga eða deilingar á tilvísunarhlekknum.

4. Mútur

Með því að deila tilvísunarhlekknum, búa til gjaldgenga bókun og til að vera gjaldgengur fyrir tilvísunarumbunina, samþykkja allir þátttakendur eftirfarandi skilmála varðandi mútur: Þú ert ekki opinber embættismaður. „Opinberir embættismenn“ eru meðal annars opinberir starfsmenn; frambjóðendur til embættis; og allir starfsmenn fyrirtækja sem eru (að fullu eða að hluta til) í opinberri eigu eða stjórn, opinber alþjóðasamtök eða stjórnmálaflokkar (einnig opinberir starfsmenn þeirra eða fulltrúar slíks). Opinberir embættismenn eru ekki gjaldgengir fyrir tilvísunarumbun. Þú skalt tilkynna okkur tafarlaust ef þú ert opinber embættismaður. Varðandi tilvísunaraðgerðir (eða umbun fyrir þær) (þar á meðal söfnun nýrra notenda, gistirýma og/eða kynning og auglýsing á Booking.com) og tilvísunarumbun, skalt þú (i) ekki beint eða óbeint (a) bjóða, lofa eða gefa neinum þriðja aðila (þar með talið opinberum embættismönnum eða stjórmálaflokkum (eða embættismönnum, fulltrúum eða frambjóðendum stjórnmálaflokks)), eða (b) sækjast eftir, samþykkja eða vera lofað fyrir sjálfa/n þig eða fyrir annan aðila, neina gjöf, greiðslu, umbun, endurgjald eða hlunnindi af neinu tagi sem yrði eða væri hægt að túlka sem mútur eða ólöglega eða spillta starfshætti, og (ii) hlíta öllum viðeigandi lögum um mútuþægni og spilltar gjafir og starfshætti (þar með talið bandarísku lögin um spillta starfshætti erlendis og bresku mútulögin).

5. Ýmislegt

 • Booking.com áskilur sér rétt til að rannsaka þátttöku í Booking.com-prógramminu „Benda vin á okkur“ til að tryggja að sviksamlegir starfshættir eigi sér ekki stað og til að grípa til aðgerða til að binda enda á slíkt ef þeir eru til staðar. Slíkar aðgerðir geta falist í því að Booking.com, að eigin geðþótta, afpanti gjaldgenga bókun. Tilvísunarumbun sem áunnin er með sviksamlegum hætti eða aðgerðum sem brjóta gegn þessum skilmálum Booking.com-prógrammsins „Benda vin á okkur“ verða gerðar marklausar og ógildar og Booking.com getur krafist endurgreiðslu.
 • Booking.com getur stöðvað, slitið eða breytt skilmálum Booking.com-prógrammsins „Benda vin á okkur“ hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er.
 • Upprunaleg ensk útgáfa þessa samkomulags gæti hafa verið verið þýdd yfir á önnur tungumál. Þýdda útgáfan af samkomulaginu er góðvildarvottur og eingöngu skrifstofuþýðing og hljóta þátttakendur engin réttindi vegna þýddu útgáfunnar. Ef ágreiningur kemur upp vegna innihalds eða túlkunar skilmála og skilyrða samkomulagsins eða ef kemur til átaka, tvíræðni, ósamræmis eða misræmis á milli ensku útgáfunnar og annarra þýddra útgáfna þessa samkomulags, skal enska útgáfan vera ráðandi, gildandi, bindandi og endanleg. Enska útgáfan skal verða notuð í málarekstri.
 • Ef eitthvert ákvæði þessa skilmála er eða verður ógilt, ófyrirsjáanlegt eða óbindandi, verður þú áfram bundin/n af öllum öðrum ákvæðum þessa laga. Í slíkum tilfellum á slíku ógildu ákvæði engu að síður að vera fylgt eftir að öllu leyti sem viðeigandi lög leyfa, og hver þátttakandi þarf að minnsta kosti að samþykkja að ganga að svipuðu ákvæði og því ógilda, óframfylgjanlega eða óbindandi ákvæði, miðað við innihald og tilgang þessa skilmála og skilyrða.
 • Að því leyti sem lög leyfa og gera ráð fyrir, skal þessum skilmálum Booking.com-prógrammsins „Benda vin á okkur“ vera stjórnað af og túlkað í samræmi við hollensk lög. Komi upp ágreiningur varðandi eða í sambandi við þessa skilmála, skal eingöngu leggja fyrir og meðhöndla af réttbærum dómstóli í Amsterdam, Hollandi.
 • Booking.com-prógrammið „Benda vin á okkur“ er skipulagt af Booking.com B.V., Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam, Hollandi.