Beint í aðalefni
Prenta / vista

2021-07-29 15:32:30

Ferðaskilmálar og -skilyrði

Innihald

Reglur um góðar starfsvenjur

Markmið okkar er að hjálpa fólki að upplifa heiminn með því að bjóða upp á heimsins bestu gististaði og bestu áfangastaðina og afþreyinguna á sem þægilegastan máta. Til þess að ná þessu markmiði munum við fylgja eftirfarandi góðum starfsvenjum:

Skilmálar og skilyrði – inngangur

Þessir skilmálar og skilyrði, sem geta tekið breytingum stöku sinnum, eiga við alla okkar þjónustu, beint eða óbeint (í gegnum dreifingaraðila) sem í boði er í gegnum hvaða snjalltæki, farsíma eða tölvu, með tölvupósti eða með síma. Með því að fara inn á, skoða og nota vefsíðuna eða öppin okkar í gegnum hvaða vettvang sem er (hér eftir mun í sameiningu verða vísað til þeirra sem „vettvangur“) og/eða með því að ganga frá bókun, ert þú að staðfesta og samþykkja að hafa lesið, skilið og samþykkt þá skilmála og skilyrði sem fram koma hér fyrir neðan (þar á meðal trúnaðaryfirlýsinguna).

Þessar síður, þ.e. innihald og uppbygging þessara síðna, ásamt netbókunarþjónustunni (þar með talin greiðsluþjónustan) sem við veitum á þessum síðum og í gegnum síðuna, eru í eigu, starfræktar og í umsjá Booking.com B. V., og eru aðeins veittar til persónulegrar notkunar en ekki í hagnaðarskyni (B2C), í samræmi við skilmála og skilyrði hér fyrir neðan. Sambandið sem við eigum við ferðaþjónusturnar fellur undir aðra skilmála og skilyrði sem ná yfir (B2B) viðskiptasambandið sem við eigum við sérhverja ferðaþjónustu. Sérhver ferðaþjónusta starfar á fagmannlegan hátt gagnvart Booking.com þegar hún býður vöru og/eða þjónustu sína á eða í gegnum Booking.com (bæði þegar um er að ræða samband fyrirtækis og fyrirtækis („B2B“) og/eða fyrirtækis og viðskiptavinar („B2C“)). Vinsamlega athugið að ferðaþjónustur kunna að hafa, lýsa því yfir og/eða krefjast (samþykkis á) – til viðbótar við skilmálana og smáa letrið sem fram kemur á vefsíðunni, sinna eigin (afhendingar- / sjó- og landflutninga- / flugflutninga- / notkunar-)skilmála og skilyrða og húsreglna til notkunar, aðgangs og nýtingar á ferðinni (sem kunna að fela í sér ákveðna fyrirvara og takmarkanir á ábyrgð).

Skilgreiningar

"Booking.com", „okkur“, „við“ eða „okkar“ á við Booking.com B.V., einkahlutafélag, sem starfar eftir hollenskum lögum og er með skráðar skrifstofur við Herengracht 597, 1017 CE, Amsterdam, Hollandi. „Vettvangur“ á við (snjalltækja-)vefsíðu og app þar sem ferðaþjónustan er í boði, í eigu, stýrt af, viðhaldið af og/eða hýst af Booking.com. „Ferð“ á við ýmsar ferðavörur og -þjónustu sem þú getur pantað, fengið, keypt, borgað, leigt, veitt, tekið frá, sameinað eða nýtt frá ferðaþjónustunni.

„Ferðaþjónusta“ á við aðila sem býður upp á gistingu (t.d. hótel, vegahótel, íbúð, gistiheimili, leigusala), afþreyingu (t.d. (skemmti)garða, söfn, skoðunarferðir), samgöngur (t.d. bílaleigur, skemmtisiglingar, lestarferðir, flugferðir, rútuferðir, för), ferðaskrifstofur, ferðatryggingar, og allar aðrar ferðatengdar vörur eða -þjónustu sem eru öðru hverju í boði til ferðabókunar á vettvanginum (hvort sem það er B2B eða B2C).

„Ferðaþjónusta“ á við netverslun, -pöntun, -greiðsluþjónustu eða -bókunarþjónustu sem Booking.com býður eða gerir kleift vegna mismunandi vara og þjónustu sem ferðaþjónustur á vettvanginum bjóða öðru hverju upp á.

„Ferðabókun“ á við pöntun, kaup, greiðslu eða bókun á ferð.

1. Umfang og eðli þjónustu okkar

Í gegnum vettvanginn bjóðum við (Booking.com B.V. og (dreifingar-)samstarfsaðilar) upp á vettvang á netinu þar sem ferðaþjónustur geta auglýst, markaðssett, selt, kynnt og/eða boðið (eins og við á) vörur sínar og þjónustu til pöntunar, kaups, bókunar, leigu og þar sem viðeigandi gestir vettvangsins geta uppgötvað, leitað að, borið saman og framkvæmt slíka pöntun, bókun, kaup eða greiðslu (þ.e. ferðaþjónustan). Með því að nota eða nýta ferðaþjónustuna (þ.e. með því að framkvæma ferðabókun í gegnum ferðaþjónustuna), gerir þú beinan (lagalega bindandi) samning við ferðaþjónustuna sem þú bókaðir hjá eða keyptir vöru eða þjónustu hjá (eins og við á). Frá þeim tíma sem þú bókar ferð erum við aðeins milliliður á milli þín og ferðaþjónustunnar. Við sendum viðeigandi upplýsingar um ferðabókunina til viðeigandi ferðaþjónustu/na og sendum þér staðfestingartölvupóst fyrir og fyrir hönd ferðaþjónustunnar. Booking.com (endur)selur ekki, leigir ekki út né býður neinar (ferða)vörur eða (ferða)þjónustur.

Eftirfarandi gildir fyrir viðskiptavini innan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“), í Sviss og á Bretlandi. Við biðjum ferðaþjónustur um allan heim um að lýsa því yfir hvort þær – í samhengi við neytendalöggjöf ESB – séu einstaklingsgestgjafar (ekki atvinnugestgjafar) frekar en atvinnugestgjafar. Ef ferðaþjónusta staðfestir við okkur að hún stundi viðskipti sem einstaklingsgestgjafi (eða tjáir okkur ekki beint að svo sé en við getum skv. þeim upplýsingum sem við höfum ekki greinilega skilgreint hana sem atvinnugestgjafa) verður sú ferðaþjónusta merkt á leitarniðurstöðusíðunni sem „Í umsjón einstaklingsgestgjafa“ og eftirfarandi útskýringu verður bætt við:

„Þessi gististaður er í umsjón einstaklingsgestgjafa. Hugsanlegt er að löggjöf Evrópusambandsins um atvinnugestgjafa gildi ekki. Gestgjafar sem eru skráðir hjá Booking.com sem einstaklingsgestgjafar eru aðilar sem leigja út húsnæði í sinni eigu í tilgangi utan aðalfags síns, reksturs eða starfsemi. Þeir eru ekki formlega atvinnugestgjafar (eins og t.d. alþjóðleg hótelkeðja) og falla því hugsanlega ekki undir sömu reglur um neytendavernd samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins. Hafðu þó engar áhyggjur því Booking.com veitir þér sömu þjónustu og öðrum viðskiptavinum okkar. Þetta þýðir ekki að dvöl þín eða upplifun verði á neinn hátt frábrugðin bókun hjá atvinnugestgjafa.“

Ferðaþjónustur sem eru ekki merktar sem einstaklingsgestgjafar á vettvangi okkar stunda eftir okkar bestu vitund rekstur sem atvinnugestgjafar skv. neytendalöggjöf ESB. Skilgreiningin „einstaklingsgestgjafi“ er aðeins notuð í tengslum við neytendalöggjöf ESB og hefur enga þýðingu í samhengi við skatta, þ.á.m. VSK eða aðra svipaða óbeina skatta sem bætt er við til virðisauka, eða sölu- og eða neysluskatta.

Upplýsingarnar sem við birtum þegar við veitum okkar ferðaþjónustu eru byggðar á þeim upplýsingum sem ferðaþjónusturnar láta okkur í té. Þannig er ferðaþjónustunum sem markaðssetja og kynna ferðir sínar á vettvanginum gefinn aðgangur að kerfum okkar og ytraneti þar sem þær eru ábyrgar fyrir uppfærslu á öllum verðum/gjöldum, framboði, skilmálum og skilyrðum, og öðrum viðeigandi upplýsingum sem eru sýndar á vettvanginum okkar. Þrátt fyrir að við beitum okkur fyrir því að framkvæma ferðaþjónustu okkar eftir bestu getu, munum við ekki staðfesta og getum ekki ábyrgst að allar upplýsingar séu nákvæmar, altækar eða réttar; við getum heldur ekki verið ábyrg fyrir villum (þ.á m. staðreynda- og innsláttarvillum), truflunum (hvort sem þær eru vegna (tímabundinna og/eða að hluta til) bilana, viðgerða, uppfærslu eða viðhalds á vettvanginum okkar eða annars), ónákvæmum, villandi eða ósönnum upplýsingum eða óbirtum upplýsingum. Hver ferðaþjónusta er ávallt ábyrg fyrir nákvæmni, heilleika og réttleika þeirra (lýsandi) upplýsinga (þ.á.m. verðs/gjalda, skilmála og skilyrða, og framboðs) sem birtast á vettvanginum okkar. Vettvangurinn okkar er ekki og getur ekki verið álitinn sem meðmæli eða stuðningur við gæði, þjónustustig, flokkun, stjörnugjöf eða einkunn eða tegund gistingar nokkurs ferðaþjónustuaðila (eða aðstöðu hans, aðbúnað, farartæki, (aðal- eða viðbótar)vara eða -þjónustna) sem í boði er, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða á tilgreint á einhvern hátt.

Ferðaþjónusta okkar er aðeins í boði til einkanota og án viðskiptalegs tilgangs. Þar af leiðandi er ekki heimilt að endurselja, djúptengja (deep linking), nota, afrita, vakta (t.d. spider, scrape), sýna, hlaða niður eða endurskapa neitt af innihaldi eða upplýsingum, hugbúnaði, bókunum, miðum, vörum eða þjónustu sem í boði er á vettvangi okkar í auglýsinga- eða samkeppnisskyni eða -tilgangi.

2. Verð, „Við jöfnum verðið“, Genius-prógrammið og tilboð í umsjón fyrirtækis í samstarfi við okkur

Verð sem boðið er á vettvanginum okkar er mjög samkeppnishæft. Allt verð fyrir ferðina þína er birt með VSK/söluskatt innifalinn ásamt öðrum sköttum (háð breytingum á slíkum sköttum) og gjöldum, nema að annað sé tekið fram á vettvangi okkar eða í staðfestingarpóstinum/miðanum. Miðaverð eru á mann eða hóp og háð því að miðinn sé í gildi og ekki útrunninn, eins og fram kemur á honum, ef við á. Greiðsla viðeigandi gjalda og skatta (þar á meðal ferðamanna/borgarskatts) kann að vera tekin af ferðaþjónustunni ef gestur mætir ekki (no show) eða afpantar.

Stundum er lægra verð í boði á vettvanginum okkar fyrir tilgreinda dvöl, vöru eða þjónustu, en þessi verð sem ferðaþjónusturnar bjóða geta jafnvel borið sérstakar takmarkanir og skilyrði, t.d. að þau sé ekki hægt að afpanta eða fá endurgreidd. Vinsamlegast skoðið viðeigandi skilyrði og upplýsingar fyrir vöru, þjónustu og bókun vandlega og hvort svona skilyrði eigi við áður en þú framkvæmir bókun.

Við viljum að þú borgir lægsta mögulega verð fyrir vöruna og þjónustuna sem þú valdir. Finnir þú gististaðinn sem þú valdir og bókaðir á síðunni, með sömu ferðaskilyrðum, á lægra verði á netinu eftir að hafa pantað í gegnum okkur munum við jafna verðmuninn á okkar verði og lægra verðinu eftir skilmálum og skilyrðum Við jöfnum verðið. Loforðið okkar um verðjöfnun nær ekki til vöru og þjónustu sem tengist ekki gistingu.

Gjaldeyrisbreytirinn er einungis í upplýsingaskyni og ekki ætti að reiða sig á nákvæmni hans í rauntíma; raunveruleg verð geta verið breytileg.

Augljósar villur og mistök (Þar með taldar prentvillur) eru ekki bindandi.

Öll sérstök tilboð og kynningar eru merkt sem slík. Ef þau eru ekki merkt sem slík getur þú ekki öðlast neinn rétt ef upp koma augljósar villur eða mistök.

Genius-prógramm

Genius-verðið er afsláttarverð sem þátttökugististaðir bjóða fyrir tilteknar gerðir af herbergjum/gistiþjónustu.

Genius-verðið er fyrir meðlimi í genius-prógrammi Booking.com. Genius-prógrammið er opið öllum sem eru með svæði á vettvangnum. Það eru engin félagsgjöld og eina, sem þarf til að verða félagi, er að búa til svæði á Booking.com. Félagsaðild og Genius-verðin gilda um einn stakan meðlim og eru ekki framseljanleg. Aðild má einnig tengja sérstökum herferðum eða tilboðum, sem Booking.com stofnar til öðru hverju eða segir frá að eigin frumkvæði.

Í Genius-prógramminu er boðið upp á ýmiss konar aðild sem byggist á fjölda bókana sem gerðar eru í gegnum Booking.com-vettvanginn, hvora með mismunandi afslætti af völdum gististöðum og/eða tilteknum valkostum (https://www.booking.com/genius.html). Gerð aðildar getur sveiflast til og getur Booking.com breytt henni að vild.

Booking.com áskilur sér rétt til að afturkalla og ógilda aðild að Genius hjá hvaða einstaklingi sem er vegna misnotkunar, svo sem brota á skilmálum og skilyrðum og/eða notkunar ógildra greiðslukorta. Booking.com áskilur sér ennfremur rétt til að afturkalla og ógilda Genius-aðild hjá hverjum þeim einstaklingi sem verður uppvís að ósæmilegu athæfi, svo sem ofbeldi, hótunum, áreiti, mismunun, ósæmilegu orðbragði eða svikum gagnvart Booking.com (eða starfsmönnum þess og fulltrúum) og/eða gistiþjónustunni (eða starfsmönnum þess og fulltrúum).

Genius-verðið er ekki hægt að sameina eða nota með öðrum afslætti (nema gistiþjónustan samþykki eða það sé gefið til kynna öðru vísi). Booking.com getur, að eigin vild, (að hluta) breytt, takmarkað eða brugðið frá byggingu Genius-prógrammsins eða einhverjum öðrum af eiginleikum þess (þar með töldu en takmarkast ekki við (stöðu í) viðkomandi Genius-aðild), án sérstakrar ástæðu eða fyrirvara.

Aðildin að Genius tengist reikningnum á Booking.com og hvorki rennur út né lýkur nema þú ljúkir, lokir, eyðir eða afturkallir reikninginn með öðrum hætti. Booking.com áskilur sér einnig rétt til að “afskrá" eða með öðrum hætti ógilda reikning sem er óvirkur, án fyrirvara. Óvirkur reikningur er skilgreindur sá reikningur sem ekki hefur verið pantað af í yfir (5) ár. Ef reikningur þinn er ógiltur áttu ekki lengur rétt á neinum ávinningi af Genius. Hægt er að endurvirkja reikninginn með því að gera fullgilda pöntun gegnum Booking.com reikning sinn.

Tilboð frá samstarfsaðila

Booking.com gæti sýnt tilboð sem eru ekki fengin beint frá ferðaþjónustuaðilum heldur eru í umsjón fyrirtækis í samstarfi við Booking.com, svo sem annars vettvangs (tilboð frá samstarfsaðila). Tilboð frá samstarfsaðilum eru sýnd á skýran hátt, aðgreind frá venjulegum tilboðum sem eru fengin beint frá ferðaþjónustuaðilum og eru með eftirfarandi sérskilmála, nema annað komi fram á vettvanginum:

3. Friðhelgi

Booking.com virðir friðhelgi þína. Vinsamlegast sjáðu skilmála fyrir gagnaleynd og fótspor fyrir nánari upplýsingar.

4. Ókeypis fyrir neytendur, aðeins ferðaþjónustur borga!

Þjónusta okkar er ókeypis fyrir neytendur nema annað sé tekið fram því ólíkt mörgum öðrum aðilum, þá munum við ekki innheimta gjald fyrir ferðaþjónustu okkar eða bæta neinum auka- (bókunar-)gjöldum við herbergisverðið. Þú greiðir ferðaþjónustunni viðeigandi upphæð eins og fram kemur í ferðabókuninni (ásamt viðeigandi sköttum, gjöldum og álögum (ef við á), ef það er ekki innifalið í verðinu).

Ferðaþjónustur greiða Booking.com söluþóknun (sem er lítill hluti af verði vöru (t.d. herbergisverð) eftir að endanlegur notandi hefur nýtt þjónustu eða vöru ferðaþjónustunnar (t.d. eftir að gesturinn hefur gist á gististaðnum (og greitt)). Ferðaþjónustur geta bætt stöðu sína með því að hækka söluþóknunina (sýnileikahvati). Notkun sýnileikahvatans (með því að hækka söluþóknunina í skiptum fyrir betri stöðu í leitarniðurstöðum) er háð ákvörðun ferðaþjónustunnar og hægt að nota öðru hverju og eftir vöru sem í boði er. Reikniritið sem notað er til að reikna út stöðuna gerir ráð fyrir hærri söluþóknun við ákvörðun grunnstöðu. Útvaldir gististaðir greiða hærri söluþóknun í skiptum fyrir betri stöðu í leitarniðurstöðum.

Aðeins ferðaþjónustur í viðskiptasambandi við Booking.com (með samning) verða í boði á vettvanginum (fyrir B2B og/eða B2C kynningu á vörunni). Booking.com er ekki opinn vettvangur (eins og Amazon eða eBay) þar sem endanlegur notandi getur gert vöruna fáanlega (enginn C2C vettvangur). Booking.com leyfir aðeins atvinnumönnum að bjóða eða selja vöru sína á eða í gegnum Booking.com.

5. Kreditkort eða bankamillifærsla

Þegar það á við og er í boði, bjóða ákveðnar ferðaþjónustur upp á möguleikann að ferðaþjónustan fái greiðslu fyrir ferðabókanir (að öllu leyti eða að hluta til eins og krafist er í greiðsluskilmálum ferðaþjónustunnar) á meðan ferðabókunarferlið stendur yfir með öruggri netgreiðslu (að því leyti sem það er í boði og stutt af þínum banka). Fyrir ákveðnar vörur og þjónustu sér Booking.com um greiðsluferlið (í gegnum greiðslumiðlun þriðja aðila) fyrir viðeigandi vöru eða þjónustu (þ.e. greiðsluþjónustan) eftir ákvörðun ferðaþjónustunnar (Booking.com aðhefst aldrei né starfar sem aðalmóttakandi greiðslu). Greiðsla er tekin á öruggan hátt með kredit-/debetkorti þínu eða af bankareikningi þínum og lögð inn á bankareikning ferðaþjónustunnar í gegnum greiðslumiðlun þriðja aðila. Allar greiðslur sem við sjáum um fyrir eða fyrir hönd eða millifærum á ferðaþjónustuna, munu í öllum tilfellum gilda sem greiðslur þínar á á (hluta af) bókunarverði á vöru eða þjónustu í endanlega uppgjörinu (bevrijdende betaling) á slíkum gjaldföllnum og ógreiddum (hluta-)greiðslum og þú getur ekki fengið slíka peninga endurgreidda.

Vinsamlegast athugaðu að vegna ákveðinna (óendurgreiðanlegra) verða eða sértilboða, þá getur verið að ferðaþjónusturnar krefjist þess að greiðsla fari fram samstundis með millifærslu (ef hægt er) eða með kreditkorti og að sótt sé um heimildarbeiðni á kreditkortið þitt eða það gjaldfært (stundum án þess að boðið sé upp á endurgreiðslu) við framkvæmd ferðabókunar. Vinsamlegast athugaðu vandlega (bókunar)upplýsingar fyrir vöruna eða þjónustuna sem þú valdir og kannaðu vandlega hvort slík skilyrði eigi við áður en þú framkvæmir ferðabókun. Þú munt ekki gera kröfu um að Booking.com beri (skaðabóta-)ábyrgð á nokkrum (samþykktum, (meint) ósamþykktum eða röngum) greiðslum sem ferðaþjónustan gerir kröfu um og munt ekki fá (endur)greitt neina upphæð fyrir neina gilda eða samþykkta greiðslu sem ferðaþjónustan gerir kröfu um (þar með taldar fyrirframgreiðslur á verði, gjöld þegar gestur mætir ekki (no show) og afpantanir með gjaldi) af kreditkortinu þínu.

Í tilfellum þar sem um kreditkortasvik er að ræða, eða óheimila notkun þriðja aðila á kortinu þínu, munu flestir bankar eða kreditkortafyrirtæki bera ábyrgðina sem nær yfir öll gjöld sem fylgja slíkum svikum eða misnotkun, sem getur verið háð sjálfsábyrgð (venjulega um 50 EUR (eða samsvarandi upphæðar í þínum gjaldmiðli)). Í því tilfelli þegar bankinn þinn eða kreditkortafyrirtæki lætur þig greiða þessa sjálfsábyrgð vegna óheimillar notkunar vegna bókunar á vettvangi okkar munum við endurgreiða þér þessa sjálfsábyrgð, allt að samtals 50 EUR (eða samsvarandi upphæðar í þínum gjaldmiðli). Til þess að fá þetta bætt skaltu vinsamlegast tilkynna kreditkortafyrirtækinu þínu um þessi svik (í samræmi við reglur þess og framkvæmd varðandi slíkar tilkynningar) og hafa strax samband við okkur í tölvupósti. Vinsamlegast sýndu fram á sönnun á því að sjálfsábyrgðin hafi verið greidd (þ.e. skilmála kreditkortafyrirtækisins). Þessar bætur eiga aðeins við þegar um er að ræða kreditkortapantanir sem gerðar eru í gegnum öruggan netþjón Booking.com og óleyfilega notkunin á kreditkortinu þínu er afleiðing okkar eigin vanrækslu eða gáleysis og er ekki á þinni eigin ábyrgð á meðan notast var við örugga netþjóninn okkar.

6. Fyrirframgreiðsla, afpöntun, þegar gestir mæta ekki (no-show) og smáa letrið

Með því að bóka ferð hjá ferðaþjónustu, viðurkennir þú og samþykkir viðeigandi skilmála sem ferðaþjónustan setur fyrir afpantanir og þegar gestur mætir ekki (no-show), sem og viðbótar (afhendingar-) skilmála og skilyrði ferðaþjónustunnar sem gæti átt við ferð þína (þar með talið smáa letur ferðaþjónustunnar sem birtist á vettvangi okkar og viðeigandi húsreglur ferðaþjónustunnar), þar með talin þjónusta sem ferðaþjónustan veitir og/eða vörur sem hún býður upp á. Hægt er að nálgast viðeigandi (afhendingar-/kaup-/notkunar-/flutnings-)skilmála og skilyrði ferðaþjónustu hjá viðeigandi ferðaþjónustu. Almenna skilmála sérhverrar ferðaþjónustu vegna afpöntunar og tilfella þegar gestur mætir ekki (no show) er hægt að nálgast á vettvangi okkar á upplýsingasíðum ferðaþjónustunnar, á meðan á bókunarferlinu stendur og í staðfestingarpósti eða á miða (ef við á). Athugið að ákveðin verð, gjöld eða sértilboð eru ekki gjaldgeng fyrir afpöntun, endurgreiðslu eða breytingu. Ferðaþjónustan kann að taka gjald vegna borgar/ferðamannaskatta ef gestur mætir ekki (no-show) eða ef um greidda afpöntun er að ræða. Vinsamlega athugið vandlega (bókunar)upplýsingar fyrir vöruna eða þjónustuna sem þú valdir og hvort um sé að ræða slík skilyrði, áður en þú framkvæmir bókun. Vinsamlega athugið að ferðabókun sem þarf að greiða inn á eða fyrirframgreiða (í heild eða að hluta) getur verið afpöntuð (án fyrirvara eða viðvörunar um vanskil) að því leyti sem viðeigandi (afgangur af) upphæð(ir) getur ekki verið innheimt að öllu leyti á viðeigandi gjald- eða greiðsludegi samkvæmt viðeigandi greiðsluskilmálum ferðaþjónustu og bókunar. Skilmálar vegna afpantana og fyrirframgreiðslu eru mismunandi eftir hluta, vöru eða þjónustu hverrar ferðar. Vinsamlega lestu vandlega smáa letrið (fyrir neðan ferðategundirnar eða neðst á hverri síðu ferðaþjónustu á vettvangi okkar) og mikilvægar upplýsingar í bókunarstaðfestingunni þinni til að sjá aðra skilmála sem ferðaþjónustan gæti lagt á (t.d. hvað varðar aldursskilyrði, tryggingargjald, skilmála um að ekki sé hægt að afpanta eða viðauka vegna hópa, aukarúma/gjalda vegna morgunverðar, gæludýra/korta sem tekið er við). Síðbúin greiðsla, rangur banki, debet- eða kreditkortaupplýsingar, ógilt kredit-/debetkort eða ónæg innistæða eru á þinni ábyrgð og umsjá og þú átt því ekki rétt á endurgreiðslu á neinni (óendurgreiðanlegri) fyrirframgreiddri upphæð nema ferðaþjónustan samþykki eða leyfi það samkvæmt skilmálum hans fyrir (fyrirfram-)greiðslur og afpöntun.

Ef þú óskar eftir því að fara yfir, breyta eða afpanta ferðabókunina þína, skoðaðu þá vinsamlegast staðfestingartölvupóstinn og fylgdu leiðbeiningunum þar. Vinsamlegast athugaðu að rukkun gæti átt sér stað fyrir afpöntuninni í samræmi við skilmála ferðaþjónustunnar varðandi afpöntun, (fyrirfram-)greiðslu og vanefndar bókanir (no-show) og enginn réttur til endurgreiðslu af hvaða (fyrirfram-) greiddu upphæð verður til staðar. Við mælum með því að þú lesir skilmála gistirýmisins varðandi afpöntun, (fyrirfram-)greiðslu og vanefndar bókanir (no-show) áður en þú bókar og mundu að framkvæma frekari greiðslur tímanlega eins og krafist er fyrir viðeigandi bókun.

Ef þú átt síðbúna komu eða hefur seinkað komu á innritunardegi eða kemur daginn eftir, athugaðu þá að láta ferðaþjónustuna vita (tímanlega/sem fyrst) svo hann viti hvenær hann má eiga von á þér og til að koma í veg fyrir að ferðin (ferðabókunin) verði afpöntuð eða gjald tekið vegna þess að þú mættir ekki (no-show). Þjónustuverið okkar getur aðstoðað ef þarf og látið ferðaþjónustuna vita. Booking.com ber enga ábyrgð eða er tjónaskylt vegna afleiðinga sem hljótast vegna seinkunar á komu þinni eða afpöntunar sem kann að verða eða gjaldfærslu ferðaþjónustunnar vegna þess að þú mættir ekki (no-show).

7. (Frekari) samskipti og svör

Með því að ljúka við ferðabókun samþykkir þú að fá (i) sendan tölvupóst frá okkur stuttu fyrir brottför sem inniheldur upplýsingar um áfangastaðinn, ákveðnar upplýsingar og tilboð (þar á meðal tilboð frá þriðja aðila að því leyti að þú hafir samþykkt að fá þessar upplýsingar) sem eiga við ferðabókunina þína og áfangastaðinn; (ii) sendan tölvupóst eftir komu svo þú getir gefið (upplifun þinni af) ferðaþjónustuaðilanum og ferðaþjónustunni einkunn; og (iii) að fá sendan tölvupóst frá okkur stuttu eftir dvölina þar sem við bjóðum þér að fylla út gestaumsögn. Vinsamlegast sjáðu skilmála gagnaleyndar og fótspora fyrir frekari upplýsingar um hvernig við gætum haft samband við þig.

Booking.com afsalar sér ábyrgð og tjónaskyldu vegna allra samskipta ferðaþjónustunnar og við ferðaþjónustuna á eða í gegnum vettvang hennar. Þú færð engin réttindi vegna beiðna til eða samskipta við ferðaþjónustuna eða (í hvaða formi sem er) samþykktar á móttöku samskipta eða beiðni. Booking.com getur ekki tryggt að beiðnir eða samskipti verði (tilhlýðilega og tímanlega) móttekin/lesin af, uppfyllt af, framkvæmd eða samþykkt af ferðaþjónustuni.

Til að ganga frá og tryggja ferðabókunina þína þarftu að nota rétt skrifað netfang. Við erum ekki í ábyrgð fyrir eða skyldug til að (og þurfum með neinum hætti að staðfesta) röng eða rangt skrifuð netföng eða röng (far-)símanúmer eða kreditkortanúmer.

Kröfur eða kvartanir gegn Booking.com eða tengdar ferðaþjónustunni skal leggja fram skjótt, eða í það minnsta innan 30 daga frá áætluðum notkunardegi vöru eða þjónustu (t.d. útritunardegi). Kröfum eða kvörtunum sem lagðar eru fram eftir 30 daga tímabilið kann að vera hafnað og skal kröfuhafi afsala sér rétti til bóta (vegna skaða eða kostnaðar).

Vegna stöðugra uppfærslna og aðlögunnar á verðum og framboði, mælum við sterklega með því að þú takir skjáskot þegar þú framkvæmir bókun til að styðja við stöðu þína (ef þarf).

Fyrir neytendur (innan Evrópska efnahagssvæðisins): Við ráðleggjum þér að hafa fyrst samband við þjónustudeildina hjá okkur ef þú ert með einhverjar kvartanir. Ef starfsfólkið þar getur ekki leyst úr málinu fyrir þig getur þú sett inn kvörtunina á netkvartanasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hér er slóðin á netkvartanasíðuna: http://ec.europa.eu/odr.

8. Einkunn, prógramm fyrir útvalda gististaði og gestaumsagnir

Við leggjum áherslu á að sýna þær leitarniðurstöður sem eiga best við þig með því að notast við sjálfvirka röðun á ferðaþjónustuaðilum á vettvangi okkar. Hægt er að fletta þessari sjálfvirku röðun, nota síur og flokka eftir öðrum röðunarforsendum og hafa þannig áhrif á framsetningu leitarniðurstaðna til að fá röðun út frá öðrum forsendum. Við notum fjölmörg reiknirit til að framleiða sjálfvirkar röðunarniðurstöður, en þetta ferli er í stöðugri þróun.

Booking.com hefur greint eftirfarandi breytur sem hafa besta samsvörun við að þú finnir viðeigandi ferðaþjónustuaðila og forgangsraðar þannig slíkum breytum í reikniritunum (helstu breytur): persónuleg leitarsaga þín, tíðni „smella til að skoða“ af leitarsíðunni á hótelsíðuna („CTR“), fjölda bókana í hlutfalli við fjölda heimsókna á viðkomandi gistiþjónustusíðu á vettvanginum („Viðskiptahlutfall“), brúttó (þ.m.t. afpantanir) og nettó (að undanskildum afpöntunum) bókanir á ferðaþjónustu. Ýmsir (stakir) þættir gætu haft áhrif á viðskiptahlutfall og CTR, svo sem umsagnareinkunnir (bæði samanlagðar einkunnir og hlutar þeirra), framboð, skilmálar, (samkeppnishæf) verðlagning, gæði innihalds og vissir eiginleikar ferðaþjónustunnar. Söluþóknunarprósentan sem ferðaþjónustan greiðir eða önnur fríðindi sem Booking.com nýtur (t.d. gegnum viðskiptafyrirkomulag með ferðaþjónustunni eða samstarfsaðilum) geta einnig haft áhrif á sjálfgefnu röðunina og greiðslusögu ferðaþjónustunnar hvað varðar greiðslur á réttum tíma. Ferðaþjónustuaðilinn getur einnig haft áhrif á röðun sína með þátttöku í ýmsum prógrömmum - sem geta verið uppfærð öðru hverju - eins og t.a.m. Genius-prógramminu, tilboðum, prógramminu fyrir útvalda samstarfsaðila og sýnileikahvataprógramminu (í síðarnefndu prógrömmunum tveimur greiðir ferðaþjónustan okkur hærri söluþóknun).

Stjörnufjöldi gististaða eins og hann birtist á Booking.com er ekki ákvarðaður af Booking.com. Stjörnufjöldi gististaðar er ákvarðaður af gististaðnum sjálfum eða af sjálfstæðum þriðja aðila sem veitir (óháða) stjörnugjöf. Tilboðum verður raðað miðað við þann stjörnufjölda (frá lágum til hás eða frá háum til lágs) sem þjónustuaðilar gefa Booking.com upp. Stjörnugjöf kemur annaðhvort frá (sjálfstæðum) þriðja aðila, t.d. (opinberri) hóteleinkunnagjafarstofnun eða byggist á skoðun þjónustuaðilans sjálfs, óháð hlutlægum skilyrðum, en það fer eftir lögum (staðarins). Booking.com setur stjörnugjöf engin formleg skilyrði og fer ekki yfir hana. Á heildina litið endurspeglar stjörnugjöfin stöðu gististaðarins gagnvart lögum (ef við á) eða, ef löggjöf er ekki til staðar, geiranum eða (algengum) stöðlum hans þegar borin eru saman verð, aðstaða og þjónusta í boði (þessi skilyrði og staðlar geta verið mismunandi milli landa og stofnana).

Til þess að auðvelda viðskiptavinum að finna gististað í samræmi við ferðaóskir sínar gæti Booking.com úthlutað vissum gististöðum gæðaeinkunn sem er ákvörðuð af Booking.com og sýnd sem gulir kassar. Til þess að tryggja samanburðarhæfni byggist gæðaeinkunnin á mörgum (fleiri en 400) þáttum sem skipta má í fleiri en 5 meginflokka: (i) aðstöðu/aðbúnað/þjónustu sem gististaðurinn býður upp á á Booking.com, (ii) fyrirkomulag gististaðarins, svo sem stærð gistirýma, fjölda herbergja og hámarksfjölda gesta, (iii) fjölda og gæði ljósmynda sem settar eru inn á síðuna af gististaðnum, (iv) meðalumsagnareinkunn gesta, og einkunnir fyrir vissa undirflokka, til dæmis fyrir hreinlæti, því þær gagnast viðskiptavinum sérlega vel til að meta gæði gisistaða og (v) nafnlaus og samsöfnuð gögn yfir fyrri bókanir (til dæmis í því skyni að leggja mat á stjörnugjöf bókaðra gististaða). Við notum þessa fjölmörgu þætti til þess að fá út tölfræðileg mynstur. Vélanámsgreining er svo gerð á gögnunum sem skilar sér í gæðaeinkunn (á bilinu 1-5, sýnd sem 1-5 gulir kassar við hliðina á nafni gististaðarins) sem er reiknuð út sjálfkrafa og úthlutað til gististaðarins.

Aðeins viðskiptavinir sem hafa gist á gististaðnum fá boð frá Booking.com um að gefa umsögn um dvölina á viðeigandi gististað og gefa ákveðnum þáttum dvalarinnar einkunn eða geta hugsanlega fengið beiðni um að gefa einkunn meðan á dvöl stendur. Útfyllt gestaumsögn (þ.m.t. einkunn sem er gefin meðan á dvöl stendur) getur verið (a) sett á viðeigandi upplýsingasíðu ferðaþjónustu á vettvangi okkar í þeim eina tilgangi að upplýsa (framtíðar)viðskiptavini um þína skoðun á þjónustu(-stigi) og gæðum ferðaþjónustunnar, og (b) (að hluta til eða í heild sinni) notuð og staðsett af Booking.com að eigin vild (t.d. í markaðssetningarskyni, til kynningar eða umbóta á okkar þjónustu) á vettvangi okkar eða öðrum viðlíka samfélagssíðum, í fréttabréfum, í sérstökum kynningum, smáforritum eða eftir öðrum miðlum í eigu, hýstum af, notuðum eða stjórnað af Booking.com og samstarfsaðilum okkar. Til þess að geta boðið og viðhaldið nýlegum (og þar af leiðandi viðeigandi) umsögnum, er aðeins hægt að senda inn umsagnir innan takmarkaðs tíma (3 mánaða) eftir dvöl og hver umsögn er aðeins sjáanleg í takmarkaðan tíma (allt að 36 mánuði) eftir birtingu. Sjálfvirk staða umsagna fer eftir dagsetningu innsendingar í samræmi við nokkur önnur skilyrði (eins og tungumál, umsagnir með athugasemdum), en aftur á móti gæti umsögn viðskiptavinar sem [alltaf] sendir inn ítarlegar og nákvæmar umsagnir (sem sagt „gististaðakönnuður“) fengið stöðu efst. Þú getur valið á milli ýmissa mismunandi staða og síað (t.d. eftir lesendum, dagsetningu, tungumáli, einkunn). Booking.com leyfir ferðaþjónustunni að svara umsögnum. Við áskiljum okkur þann rétt að laga, hafna eða fjarlægja umsagnir að okkar hentugleika svo lengi sem þær brjóta skilmála okkar um umsagnir. Booking.com bætir ekki né umbunar viðskiptavinum fyrir að skila inn umsögnum. Líta ætti á gestaumsagnareyðublaðið sem könnun og innifelur ekki nein (önnur auglýst) tilboð, boð eða hvatningu af neinu tagi. Booking.com skuldbindur sig til að gera sitt besta til að fylgjast með og fjarlægja umsagnir sem innihalda klúryrði, nefna nöfn einstaklinga eða vísa í þjófnað á hlutum.

Booking.com samþykkir ekki umsagnir sem innihalda:

Booking.com og ferðaþjónustan eiga hvor um sig rétt á að binda endi á samstarfið af einhverri ástæðu (þar með talið vegna samningsbrots eða (þegar beðið hefur verið um) gjaldþrotaskipti) með tilhlýðilegri aðgæslu um viðeigandi uppsagnarfrest sem samþykktur er af báðum aðilum.

9. Afsal ábyrgðar

Með þeim takmörkunum sem fram koma í þessum skilmálum og skilyrðum og að því leyti sem lög leyfa, getum við aðeins verið haldin ábyrg fyrir beinum skaða sem þú verður raunverulega fyrir, þarft að greiða eða hefur valdið vegna vanhæfni okkar á eigin skyldum hvað varðar þjónustu okkar, allt að heildarupphæð heildarkostnaðar bókunar þinnar eins og fram kemur í staðfestingarpósti ferðabókunarinnar (hvort sem það er fyrir einn atburð eða nokkra atburði).

Hinsvegar, og að því leyti sem lög leyfa, þá erum hvorki við né yfirmenn okkar, stjórnendur, starfsmenn, fulltrúar, dótturfyrirtæki, samstarfsaðilar, dreifingaraðilar, (dreifingar-)hlutdeildarfélög, leyfishafar, umboðsmenn eða aðrir tengdir sköpun, stuðningi, kynningu eða sem að öðru leyti gera síðuna og innihald hennar aðgengilegt, ábyrg fyrir (i) neinu refsiverðu, sérstöku, óbeinu eða mikilvægu tapi eða skemmdum, tapi á framleiðslu, tapi á hagnaði, tapi á tekjum, tapi á samningum, tapi á eða skaða á orðspori eða góðvild, tapi á kröfum, (ii), öll ónákvæmni sem er tengd (lýsandi) upplýsingum (þar á meðal verði, framboði og einkunnum) ferðaþjónustunnar eins og birtist á vettvangi okkar, (iii) veittri þjónustu eða vörum sem boðið er upp á af ferðaþjónustunni eða öðrum viðskiptafélögum, (iv) öllum (beinum, óbeinum, mikilvægum eða refsiverðum) skemmdum, tapi eða kostnaði, sem þú hefur orðið fyrir, greitt fyrir eða valdið, í samræmi við, vegna eða í tengslum við notkun, vanhæfni til að nota eða tafir á vettvangi okkar, eða (v) einhverjum (persónulegum) meiðslum, dauðsfalli, eignaskemmdum, eða öðrum (beinum, óbeinum, sérstökum, mikilvægum eða refsiverðum) skemmdum, tapi eða kostnaði, sem þú hefur orðið fyrir, greitt fyrir eða valdið, hvort sem er vegna (lagalegs) athæfis, mistaka, brota, (mikils) gáleysis, viljandi misferlis, athafnaleysis, vanefnda, rangra staðhæfinga, misgjörða eða lagalegrar ábyrgðar sem rekja má (að hluta eða öllu leyti) til ferðaþjónustunnar, eða annarra viðskiptafélaga okkar (þar með talið starfsfólk hennar, stjórnendur, yfirmenn, fulltrúar, umboðsmenn, undirverktakar eða samstarfsfyrirtæki) sem eru með vörur eða þjónustu (beint eða óbeint) birt, í boði eða kynnt á eða í gegnum vettvang okkar, þar með taldar allar afpantanir (í heild eða hluta), yfirbókanir, verkföll, óviðráðanleg atvik eða alla þá atburði sem eru ekki undir okkar stjórn.

Booking.com ber ekki ábyrgð á (og ber af sér alla skaðabótaskyldu vegna) notkun, gildi, gæða, hentugleika, hæfi og upplýsingaskyldu vegna ferðarinnar og er ekki með umboð fyrir, ábyrgist ekki eða setur skilyrði á nokkurn hátt í þessu samhengi, hvort sem það er óbeint, lögskipað eða annars konar, þar með talið óbeinar ábyrgðir um seljanleika, nafn, löghlýðni eða hæfi fyrir ákveðinn tilgang. Þú samþykkir og viðurkennir að viðeigandi ferðaþjónusta er eingöngu ábyrg og ber alla ábyrgð og skaðabótaskyldu hvað varðar ferðina (þar með taldar allar ábyrgðir og umboð sem ferðaþjónustan hefur). Booking.com er ekki (endur)söluaðili ferðarinnar. Kvartanir eða kröfur er varða ferðina (þar með talið er varðar (sérstakt/kynningar-)verð sem boðið er, skilmálana eða sérstakar beiðnir sem viðskiptavinurinn gerir) skal ferðaþjónustan meðhöndla. Booking.com ber ekki ábyrgð og ber af sér alla skaðabótaskyldu vegna slíkra kvartana, krafna og skaðabótakrafna (vara).

Hvort sem að ferðaþjónustan hefur rukkað þig fyrir ferðina eða ekki, eða ef við erum að auðvelda greiðsluferlið fyrir verðið eða gjaldið (fyrir ferðinni), samþykkir þú og staðfestir að ferðaþjónustan sé ávallt ábyrg fyrir innheimtu, staðgreiðslu, skilum og greiðslusendingu á viðeigandi sköttum sem við eiga á heildarupphæð (ferða-)verðs eða gjalds til hlutaðeigandi skattayfirvalda. Booking.com er ekki ábyrgt eða í ábyrgð fyrir greiðslusendingu, innheimtu, söfnun, skilum eða greiðslu á viðeigandi sköttum sem eiga við verðið eða gjaldið (fyrir ferðinni) til hlutaðeigandi skattayfirvalda. Booking.com aðhefst ekki sem aðalmóttakandi greiðslu fyrir neina vöru eða þjónustu sem í boði er á vettvanginum.

Með því að hlaða myndum/ljósmyndum upp í kerfið okkar (til dæmis til viðbótar við umsögn) staðfestir þú, ábyrgist og samþykkir að þú ert eigandi höfundaréttar þessara mynda/ljósmynda og að þú samþykkir að Booking.com hefur leyfi til að nota þær myndir/ljósmyndir sem þú hefur hlaðið upp á síðum (snjalltækja) og í smáforriti, sem og í kynningar- og öðru útgefnu efni (á netinu eða ekki á netinu) og eftir því sem Booking.com þykir henta að eigin mati. Þú veitir hér með Booking.com almenn, óafturkræf, skilyrðislaus, varanleg leyfi og réttindi á heimsvísu til að nota, endurframleiða, sýna, láta endurframleiða, dreifa, veita undirleyfi fyrir, miðla og gera þessar myndir/ljósmyndir aðgengilegar eftir því sem Booking.com þykir henta að eigin mati. Með því að hlaða þessum myndum/ljósmyndum upp tekur sá aðili sem hleður myndinni/myndunum upp fulla ábyrgð á öllum og sérhverjum réttarkröfum sem þriðju aðilar kunna að gera (þar á meðal, en einskorðast ekki við, eigendur gististaða) vegna notkunar og birtingar Booking.com á þessum myndum/ljósmyndum. Booking.com á hvorki né styður þær myndir sem hlaðið er upp. Sá aðili sem hleður myndinni tekur á sig sannleiksgildi, lögmæti og réttinn til að nota allar myndirnar/ljósmyndirnar og þær eru ekki á ábyrgð Booking.com. Booking.com firrar sig allri ábyrgð fyrir myndum sem birtar eru. Sá aðili sem hleður upp myndunum, ábyrgist að myndirnar/ljósmyndirnar sem hlaðið er upp skuli ekki innihalda vírusa, trójuhesta eða sýktar skrár og að þær skuli ekki innihalda klámfengið, ólöglegt, blygðunarlaust, særandi, ámælisvert eða óviðeigandi efni og brjóti ekki í bága við (hugverka-, höfundarétt eða réttinn til friðhelgi) réttindi þriðju aðila. Allar þær myndir/ljósmyndir sem ekki uppfylla fyrrnefnd skilyrði eiga á hættu að vera fjarlægðar/eytt af Booking.com hvenær sem er með og án viðvörunar fyrirfram.

Booking.com áskilur sér rétt til þess að neita eða takmarka (gildir samstundis) aðgang að vettvangi okkar, þjónustu okkar (fyrir viðskiptavini) og/eða að Booking.com-svæðinu, og/eða að afpanta staðfesta bókun, og/eða koma í veg fyrir að bókun sé gerð, ef grunur er um (i) einhvers konar svik eða misnotkun, (ii) brot á tilheyrandi reglum og/eða reglugerðum, (iii) hegðun sem stangast á við gildi okkar og viðmiðunarreglur, (iv) óviðeigandi eða ólöglega hegðun, sem nær til en takmarkast ekki við eftirfarandi: ofbeldi, hótanir, áreitni, mismunun, hatursorðræðu, gáleysi, skerðingu á friðhelgi einkalífs, mansal, alla misnotkun barna, og allar svívirðingar í tengslum við Booking.com (eða starfsfólk þess og fulltrúa), ferðaþjónustuaðilann (eða starfsfólk hans og fulltrúa), og/eða þriðju aðila, eða (v) aðrar aðstæður sem – samkvæmt ákvörðun Booking.com – réttlæta áðurnefndar aðgerðir af hálfu Booking.com.

10. Hugverkaréttindi

Hugbúnaðurinn sem er nauðsynlegur okkar þjónustu, eða í boði á eða notaður af vettvangi okkar og hugverkaréttindi (þ.á m. höfundaréttur) innihalds og upplýsinga sem og efnis á vettvangi okkar er í eigu Booking.com B.V, ferðaþjónusta þess eða þjónustuveitenda, nema að annað sé tekið fram.

Booking.com áskilur sér alfarið allan eignarrétt, tilkall til og eignarrétt á og yfir (öllum hugverkarétti af) (útliti og upplifun grunngerðar) af) verkvanginum þar sem þjónustan er í boði (þar með talið gestaumsagnir og þýtt innihald) og þú hefur ekki neinn rétt til þess að afrita, skafa (scrape), ("hyper"-/djúp)tengja við, birta, auglýsa, markaðssetja, aðlaga, sameina eða á annan hátt nota innihald (þar með talið textaþýðingar eða gestaumsagnir) eða vörumerki okkar án skriflegs leyfis. Að því marki sem þú munt (í heildina eða að hluta til) nota eða sameina og (þýdda) innihald (þar með talið gestaumsagnir) eða munt á annan hátt eiga hugverkaréttindi á verkvanginum eða hvaða (þýdda) innihaldi eða gestaumsögnum, þá hér með útnefnir þú, flytur eða færir yfir allan hugverkarétt til Booking.com. Hvaða ólöglega notkun eða einhver af þeim framangreindu aðgerðum eða atferli mun verða talinn brot á hugverkarétti okkar (þar með talinn höfundarréttur eða gagnasafnsréttur).

11. Viðeigandi lög, lögsaga og lausn deilumála

Þessir skilmálar og skilyrði og ákvæði þjónustu okkar skulu stjórnast og túlkaðir í samræmi við hollenska löggjöf. Þrátt fyrir framangreint val á lögum getur einstaklingur sem notar þjónustu okkar í tilgangi sem hægt er að líta á sem utan starfssviðs hans eða starfsgreinar (hér eftir einnig nefndur „neytandi“) reitt sig á lögboðin ákvæði laga í því landi þar sem hann er með fasta búsetu (þ.e. ákvæði sem eiga að gilda, í samræmi við reglur um lagaskilarétt í því tiltekna landi, óháð þessari lagagrein um lagaskilarétt; hér eftir: „Lögboðin ákvæði“). Rísi ágreiningur vegna þessara almennu skilmála og skilyrða og þjónustu okkar skal eingöngu fara með hann fyrir lögbæra dómstóla í Amsterdam, Hollandi. Þrátt fyrir framangreint lögsöguákvæði getur neytandi einnig farið með mál fyrir dómstóla að því er varðar framkvæmd viðeigandi og gildandi Lögboðinna ákvæða fyrir dómstólum þess lands sem hann býr í og aðeins dómstólar þess lands sem neytandinn býr í geta farið með mál gegn honum. Fyrir neytendur (innan Evrópska efnahagssvæðisins): Við ráðleggjum þér að hafa fyrst samband við þjónustudeildina hjá okkur ef þú ert með einhverjar kvartanir. Ef starfsfólkið þar getur ekki leyst úr málinu fyrir þig getur þú sett inn kvörtunina á netkvartanasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hér er slóðin á netkvartanasíðuna: http://ec.europa.eu/odr.

Upprunalega enska útgáfan af þessum skilmálum og skilyrðum gæti verið þýdd yfir á önnur tungumál. Þýdda útgáfan er einvörðungu skrifstofuþýðing til hægðarauka, ekki er hægt að draga neinar ályktanir af þýddu útgáfunni. Í þeim tilfellum þar sem ágreiningur um innihald eða túlkun á þessum skilmálum eða skilyrðum eða ósamræmi eða misræmi er á milli ensku útgáfunnar og annarra tungumálaútgáfa þessa skilmála og skilyrða, þá mun enska útgáfan að því leyti sem lög leyfa eiga við og ráða og vera afgerandi. Enska útgáfan er til staðar á verkvangi okkar (með því að velja ensku) eða getur verið send til þín eftir skriflegri beiðni.

Ef öll ákvæði þessa skilmála og skilyrða eru eða verða ógild, ófyrirsjáanleg eða óbindandi, verður þú áfram bundin af öllum öðrum ákvæðum þessa laga. Í slíkum tilfellum, eiga slík ógild ákvæði engu að síður að vera fylgt eftir að öllu leyti sem viðeigandi lög leyfa, og þú þarft að minnsta kosti að samþykkja að ganga að svipuðum, óframfylgjanlegum eða óbindandi ákvæðum, miðað við innihald og tilgang þessa skilmála og skilyrða.

12. Um Booking.com og stoðfyrirtækin

Ferðaþjónustuna veitir Booking.com B.V., einkahlutafélag sem fellur undir hollensk lög og er með skrifstofur á Herengracht 597, 1017 CE, Amsterdam, Hollandi og skráð hjá viðskiptaráði í Amsterdam undir skráningarnúmerinu 31047344. Virðisaukaskattsnúmerið er NL805734958B01.

Booking.com er með höfuðstöðvar í Amsterdam í Hollandi og nýtur fulltingis fjölda samstarfsfyrirtækja („stoðfyrirtækin“) á heimsvísu. Stoðfyrirtækin veita aðeins innri stuðning handa og í þágu Booking.com. Ákveðin stoðfyrirtæki veita aðeins takmarkaða þjónustu fyrir viðskiptavini (aðeins með síma). Stoðfyrirtækin bjóða ekki upp á vettvang (og eiga hvorki né stjórna, sjá um eða viðhalda vettvanginum). Stoðfyrirtækin búa ekki yfir neinu valdi eða heimild til þess að veita ferðaþjónustu, koma fram fyrir hönd Booking.com eða taka þátt í samningum í nafni Booking.com eða af hálfu Booking.com. Þú átt ekki (lögleg eða samnings-) tengsl við stoðfyrirtækin. Stoðfyrirtækin geta ekki unnið og hafa ekki leyfi til ákvörðunartöku á hvers konar umboði þjónustu eða ferlis af hálfu Booking.com. Booking.com samþykkir hvorki né áætlar annað aðsetur, staðsetningu eða skrifstofu í heiminum (þar á meðal skrifstofur stoðfyrirtækja), aðra en skráð aðsetur í Amsterdam.