Gististaðir biðja um þessar upplýsingar til að staðfesta bókunina. Heimildarbeiðni gæti verið tekin til að tryggja að kreditkortið sé gilt og hafi næga heimild, eða í sumum tilfellum eru upplýsingarnar notaðar til að greiða fyrir gistinguna þegar þú bókar.
Heimildarbeiðni er þegar upphæð er tekin tímabundið frá til að tryggja að kortið sé gilt og hafi næga heimild. Upphæðin sem tekin er frá er skilað á reikninginn þinn eftir ákveðinn tíma, en tíminn veltur á gististaðnum og kortaþjónustunni þinni.
Fyrir hverja bókun veitir, Booking.com sérstakt falið netfang fyrir þig og gististaðinn. Öll skilaboð sem send eru á þetta netfang verða áframsend á gististaðinn, þar með talið hlekkir, myndir og viðhengi (að 15 MB).
Til öryggis er Booking.com með sjálfvirkt kerfi sem kannar hvort skaðlegt innihald sé að finna í samskiptum. Það telur með ruslpósta og takmörkun ákveðinna tegunda skjala, eins og .zip, .rar og .exe.
Vinsamleg athugaðu að tölvupóstssamskiptin frá gististaðnum eru send í gegnum Booking.com fyrir hönd þeirra. Booking.com getur ekki verið haldið til ábyrgðar fyrir innihaldi samskiptanna ef þau eru óviðeigandi, grunsamleg eða ef þau innihalda ruslpóst. Við biðjum þig því um að tilkynna þessar upplýsingar með því að smella á hlekkinn sem er staðsettur neðst í hægra horni póstsins.
Þessi samskipti verða vistuð af Booking.com. Booking.com getur nálgast samskipti gegn beiðni frá annað hvort þér eða gististaðnum, og ef nauðsyn krefur, af öryggis- eða lagalegum ástæðum, eins og til að ljóstra upp um og koma í veg fyrir sviksamlega starfsemi.
Booking.com gæti skoðað og greint samskipti til að bæta þjónustuna. Ef þú vilt ekki að Booking.com fylgist með eða visti samskipti þín á Booking.com, skaltu ekki nota samskiptaeiginleikann sem Booking.com býður upp á, þar með talin samskipti í gegnum falin netföng.
Höfundaréttur © 1996–2021 Booking.com™. Öll réttindi áskilin.