Prenta / vista

Skilmálar og skilyrði: Gjafakort Booking.com

Þessir almennu skilmálar gilda um gjafakort (gjafakort og rafræn kort) Booking.com sem gefin eru út af Booking.com B.V.. Booking.com B.V. (hér á eftir vísað til sem „Booking.com“) er einkafyrirtæki með takmarkaða ábyrgð samkvæmt lögum í Hollandi sem á og rekur verkvanginn www.booking.com. Auk þess hefur Booking.com heimild til að gefa út gjafakort. Með því að kaupa eða nota gjafakort veitir þú samþykki þitt fyrir þessum almennu skilmálum.

Innlausn: Aðeins er hægt að innleysa gjafakort með því að kaupa til þess bærar vörur á www.booking.com með því að yfirfæra inneign þína í Wallet Booking.com. Reikningur hjá Booking.com er nauðsynlegur til þess að hægt sé að innleysa gjafakort. Kaup eru dregin af inneign innlausnaraðilans í Wallet Booking.com. Öll ónotuð inneign helst á reikningi innlausnaraðilans hjá Booking.com og notuð við kaup í þeirri röð sem inneignin fyrnist. Ef kaupverð er hærra en inneign innlausnaraðilans í Wallet Booking.com verður að greiða eftirstöðvarnar með öðrum greiðsluhætti í boði. Booking.com hefur heimild til að senda kaupendum gjafakorta upplýsingar um innlausnarstöðu gjafakorta sem þeir hafa keypt eða notað. Hægt er að sjá inneign gjafakort á booking.com/giftcard. Engin gjöld eða þóknanir eiga við um gjafakort. Gjafakort eru aðeins gild fyrir notendur sem eru 16 ára og eldri. Einstaklingar undir 16 ára aldri hafa aðeins heimild til að nýta sér þjónustu Booking.com með leyfi frá foreldri eða forráðamanni. Booking.com hefur aðeins heimild til að safna og nota upplýsingar um börn sem foreldri eða forráðamaður hefur veitt og/eða með fyrirliggjandi skriflegu samþykki hans. Ef við komumst í raun um að við höfum unnið úr upplýsingum um barn undir 16 ára aldri án leyfis foreldris eða forráðamanns að þá áskiljum við okkur rétt til að eyða upplýsingunum.

Takmarkanir: Inneign gjafakorta, þar á meðal ónotaðra gjafakorta, sem flutt hefur verið yfir í Wallet Booking.com mun fyrnast 3 árum eftir útgáfudagsetningu kortsins nema annað sé tekið fram. Aðeins er hægt að kaupa gjafakort með þeim takmörkunum sem Booking.com (og veitandi gjafakortsins) kann að taka ákvörðun um. Ekki má nota gjafakort til að kaupa önnur gjafakort. Ekki er má endurhlaða, endurselja, millifæra fyrir verðmæti eða innleysa gjafakort fyrir reiðufé. Gjafakortum, sem keypt hafa verið, er ekki hægt að skila gegn endurgreiðslu. Inneign ónotaðra gjafakorta, sem tengist reikningi Booking.com, er ekki hægt að flytja yfir á annan reikning Booking.com. Booking.com (og veitandi gjafakortsins) greiðir enga vexti á gjafakortum eða inneignum gjafakorta.

Áhætta á tapi: Áhættan á tapi og eignarréttur yfir gjafakortum færist yfir til kaupandans við rafræna sendingu gjafakortsins til kaupandans eða tilnefnds viðtakanda eða við afhendingu okkar til flutningsaðila, hvað sem á við. Booking.com (og veitandi gjafakortsins) ber ekki ábyrgð á því ef gjafakort týnist, stolið, eytt eða notað án heimildar. Booking.com er ekki ábyrgt fyrir innsláttarvillum í heimilisföngum móttakanda og bæta hugsanlega ekki notendum sem sendu gjafakort til rangs móttakanda. Margvíslegar svikamillur með gjafakort biðja um greiðslu með gjafakorti. Booking.com ber ekki ábyrgð á og tekur enga skaðabótaábyrgð á ólögmætri háttsemi eða svikum þriðja aðila í tengslum við gjafakort. Ekki taka við gjafakortum með skemmdum PIN-kóðum eða sem búið er að skafa.

Svik: Booking.com hefur rétt til þess að loka reikningum viðskiptavina og taka við greiðslu með öðrum greiðsluhætti ef gjafakort, sem aflað hefur verið með sviksamlegum hætti, er innleyst og/eða notað við kaup á verkvangi fyrirtækisins.

Notkun á inneign eða gjafakorti Booking.com sem brýtur gegn þessum almennu skilmálum: Með því að nota gjafakort samþykkir þú þessa almennu skilmála og að nota gjafakort ekki með villandi, blekkjandi, ósanngjörnum eða öðrum skaðlegum hætti fyrir Booking.com, hlutdeildarfélög þess eða viðskiptavini. Booking.com áskilur sér rétt, án þess að þú fáir sérstaka tilkynningu um það, til þess að ógilda gjafakort (þar á meðal sem er hluti af inneign þinni hjá Booking.com) án endurgreiðslu, ógilda tímabundið eða eyða reikningum viðskiptavina, ógilda tímabundið eða loka fyrir aðgang notenda að þjónustu okkar, hætta við eða takmarka pantanir og gjaldfæra aðra greiðsluhætti ef grunur leikur á um að gjafakorts hafi verið aflað, notað eða skráð á reikning Booking.com (eða inneign þín hjá Booking.com hafi verið notuð við kaup) með sviksömum, ólögmætum eða öðrum hætti sem brýtur gegn þessum almennu skilmálum.

Gildandi lög og lögsaga: Þessir almennu skilmálar falla undir og voru gerðir í samræmi við lög í Hollandi. Þú og Booking.com samþykkja að beygja ykkur undir einkalögsögu dómstóla í Hollandi. Þú samþykkir að halda Booking.com (og veitanda gjafakortsins) skaðlausu af öllum kröfum þriðja aðila gegn fyrirtækinu eða hlutdeildarfélögum þess vegna eða í tengslum við brot gegn þessum almennu skilmálum.

Takmörkun á skaðabótaskyldu: Við tökum enga ábyrgð, með beinum eða óbeinum hætti, á gjafakortum, þar á meðal beina eða óbeina ábyrgð á söluhæfi eða hæfi fyrir tiltekna notkun. Ef gjafakort virkar ekki er eina úrræði þitt og eina skylda okkar að skipta kortinu út fyrir nýtt. Ef gildandi lög heimila ekki takmarkaða ábyrgð á óbeinni ábyrgð eða útilokun eða takmörkun á tilteknu tjóni, getur verið að sumir eða allir fyrrnefndir fyrirvarar, útilokanir eða takmarkanir gildi ekki um þig og það kann að vera að þú hafir önnur réttindi.

Almennir skilmálar: Booking.com áskilur sér rétt til að gera einhliða breytingar á þessum almennu skilmálum um gjafakort án fyrirvara. Allir skilmálar og skilyrði gilda að því marki sem lög leyfa.

Samskiptaupplýsingar: Þjónusta Booking.com við viðskiptavini 070 770 3884 (Holland)